Daglegt Líf

110/366

HANN MARGFALDAR TALENTUR MÍNAR, 19. apríl

Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns. Matt. 25, 21 DL 115.1

Guð hefur gefið okkur talentur til að nota fyrir hann. Einum gefur hann fimm talentur, öðrum tvær, enn öðrum eina. Þeim sem hefur aðeins eina talentu á ekki að detta í hug að fela hana fyrir Guði. Drottinn veit hvar hún er falin. Hann veit að hún gerir ekkert fyrir hann. Þegar Drottinn kemur mun hann spyrja þjóna sína hvað þeir hafi gert við talentur þær sem hann treysti þeim fyrir. Og er sá sem meðtók fimm og sá sem meðtók tvaer segja honum að þeir hafi tvöfaldað talentur sínar með því að versla með þær, segir hann við þá: “Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þín.” Sama mun hann segja við þann sem hefur ávaxtað einu talentuna sem honum hafði verið lánuð... DL 115.2

Við þann sem hefur aðeins eina talentu vil ég segja: Veistu að ein talenta, réttilega notuð og ávöxtuð mun færa Drottni eitt hundrað talentur? Hvernig? spyrðu. Notaðu gáfu þína til að snúa einum skynsömum manni til sannleikans sem sér hvað Guð er honum og hvað hann ætti að vera Guði. Fáðu hann til að fylkja sér með Drottni og hann mun verða tæki til að leiða margar sálir til frelsarans er hann veitir öðrum ljós. Með því að nota eina talentu rétt gætu eitt hundrað sálir meðtekið sannleikann. “Gott, þú góði og trúi þjónn,” er ekki sagt við þá sem hafa flestar talentur heldur þá sem af einlægni og trúmennsku hafa notað gjafir sínar fyrir meistarann... DL 115.3

Mikið starf þarf að framkvæma í heimi okkar og við erum ábyrg fyrir hverjum ljósgeisla sem skín á leið okkar. Veit öðrum það ljós og þú munt meðtaka meira ljós til að veita. Mikil blessun mun veitast þeim sem nota talentur sínar rétt. 44 DL 115.4