Daglegt Líf

111/366

TALGÁFAN, 20. apríl

Rœða yðar sé œtíð Ijúfleg og salti krydduð til þess að þér vitið hvernig þér eigið að svara hverjum einum. Kó l. 4, 6 DL 116.1

Röddin er gjöf sem okkur hefur verið treyst fyrir og hana á að nota til að hjálpa, uppörva og styrkja náunga okkar. Ef foreldrar elska Guð og ganga veg Drottins til að iðka rétt og réttlæti mun málfar þeirra vera... heilnæmt, hreint og uppbyggjandi. Orð þeirra munu vera vel valin, hvort sem þau eru heima eða að heiman. 45 DL 116.2

Besti skólinn til raddþjálfunar er himilislífið. Í öllum greinum eigið þið að leitast við að erta ekki heldur venja ykkur á að vera ljúf í rödd ykkar, greinileg og skýr... Mæðurnar ættu sjálfar að koma fram eins og Kristur, tala blíð, kærleiksrík orð á heimilinu. 46 DL 116.3

Að þjálfa og nota talgáfuna rétt grípur inn í hvert svið kristilegs starfs. Það grípur inn í heimilislífíð og allt samneyti okkar hvert við annað. Við ættum að venja okkur á að tala með þægilegum hreim, viðhafa hreint og rétt mál og orð sem eru vingjarnleg og kurteis. Sálinni eru ljúf, vingjarnleg orð eins og dögg og indælar skúrir. Ritningin segir um Krist að náðinni væri hellt yfir varir hans “svo að hann hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum sínum.” Drottinn býður okkur: “Ræða yðar sé ætíð ljúfleg,” “til þess að hún flytji náð þeim sem heyra.”... Ef við fylgjum dæmi Krists í því að gera gott munu hjörtu opna sig fyrir okkur eins og honum. DL 116.4

Ekki hryssingslega heldur með háttvísi sem fædd er af guðlegri elsku getum við sagt þeim um hann sem “ber af tíu þúsundum” og “allur er yndislegur.” Þetta er hið æðsta starf sem við getum notað talgáfuna til. 47 DL 116.5

Réttlát orð og gerðir hafa kröftugri áhrif til góðs en allar þær ræður sem hægt er að prédika. 48 DL 116.6