Daglegt Líf

108/366

VISKAN SÝND MED ORÐRÆÐU MINNI, 17. apríl

Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal? Hann sýni afgðdri hegðun (orðrœðu) verk sín í hógvœrð spekinnar. Jak. 3, 13 DL 113.1

En hve staðfesta í þessu efni mundi koma i veg fyrir margar syndir! En hve það mundi beina mörgum sálum af vafasömum vegum á veg réttlætisins. Með vel skipulögðu lífi og guðrækilegri orðræðu á fólk Guðs að sýna kraft hinna miklu sanninda sem Guð hefur kennt þeim... DL 113.2

Skörp andstaða kemur í ljós milli þeirra sem álíta sig vitra og hinna sem Guð hefur gefíð visku vegna þess að þeir nota ekki hæfileika sína til að særa eða eyða. Maður kann að tala fögur orð en viska hans er mannleg nema líf hans sýni góð verk. Sönn viska er full af blíðu, náð og kærleika. Hin heimslegu hyggindi, sem menn kalla visku, kallar Guð heimsku. Margir í söfnuðinum hafa orðið andlega gjaldþrota vegna þess að þeir hafa gert sig ánægða með þessa visku. Þeir hafa misst tækifærið til að öðlast þekkingu og nota þekkinguna rétt vegna þess að þeir hafa ekki gert sér grein fyrir að kraftur Krists er nauðsynlegur til að skapa farsælan kaupmann fyrir Guð, mann sem getur verslað viturlega með það góss sem honum er treyst fyrir. Þeim hefur mistekist að birgja sig upp af himneskum varningi og verðgildi vörubirgða þeirra hefur sífellt minnkað. DL 113.3

Það er ekki nóg að hafa þekkingu. Við verðum að hafa hæfíleika til að nota þekkinguna rétt. Guð biður okkur um að orðræða okkar sé hrein, laus við allan hrjúfleika og hégóma. Talið ekki nein hégómaorð, engin önug orð í skipandi tón því þau munu leiða af sér deilur. Talið í þess stað orð sem veita ljós, þekkingu og upplýsingar, orð sem munu bæta úr og byggja upp. Maðurinn sýnir að hann býr yfir sannri visku ef hann notar talgáfuna til að framleiða tónlist í sálum þeirra sem eru að reyna að framkvæma sitt tilskylda starf og þarfnast uppörvunar. 39 DL 113.4

Þegar hjartað er hreint munu auðugir fjársjóðir visku streyma fram. 40 DL 113.5