Daglegt Líf

107/366

VISKA FYRIR STARF MITT, 16. apríl

Ég hefi fyllt hann Guðs anda, bœði vísdómi, skilningi, kunnáttu og hvers konar hagleik. 2. Mós. 31, 3 DL 112.1

Þú þarft ekki að fara á heimsenda eftir visku því Guð er nálægur... Hann þráir að við leitum hans í trú. Hann þráir að þú vonist eftir miklum hlutum frá sér. Hann þráir að gefa þér skilning í tímanlegum jafnt sem andlegum efnum. Hann getur skerpt skilninginn. Hann getur gefið hæfni og eðlisskynjum um það sem er rétt. Legg þú hæfileika þína í starfíð, bið Guð um visku og þér mun veitast hún. 35 DL 112.2

Hverjum sem stöðugt leggur vilja sinn undir vilja hins óendanlega til þess að Guð kenni honum og leiði er gefið fyrirheit um síaukinn þroska í andlegum efnum. Guð setur ekki nein takmörk þroska þeirra “sem eru fylltir þekkingunni á vilja hans í allri speki og andlegum skilningi.” 36 DL 112.3

Þeir sem gera Guð að krafti sínum gera sér grein fyrir veikleika sínum og Drottinn veitir þeim visku sína. Er þeir á hverjum degi treysta Guði, framkvæma vilja hans af auðmýkt og alhug og strangasta heiðarleik, vaxa þeir að þekkingu og hæfileikum. Þeir heiðra Guð og sýna honum virðingu með fúsri hlýðni og þeir hljóta heiður af Guði. 37 DL 112.4

Málefni Daniels opinberar okkur þá staðreynd að Drottinn er ávallt tilbúinn að heyra bænir sáriðrandi sálar og þegar við leitum Drottins af öllu hjarta mun hann svara bænum okkar. Þar kemur í ljós hvar Daníel öðlaðist hæfni sína og skilning og ef við aðeins biðjum drottinn um visku verðum við þeirrar blessunar aðnjótandi að hljóta aukna hæfileika og kraft frá himnum. 38 DL 112.5