Daglegt Líf

106/366

VARÐVEIT HEILBRIGÐA VISKU OG GÆTNI, 15. apríl

Son minn... varðveit þú (heilbrigða) visku og gœtni, þá munu þœr verða líf sálu þinni og prýði fyrir háls þinn. Þá muntu ganga óhultur veg þinn og eigi drepa við fæti. Orðskv. 3, 21-23 DL 111.1

Við eigum að sitja við fætur Krists eins og lítil börn og læra af honum hvernig við eigum að starfa svo að árangur hljótist af. Við eigum að biðja Guð um heilbrigða dómgreind og ljós að veita öðrum. Þörf er á þekkingu sem er ávöxtur reynslunnar. Við eigum ekki að láta dag líða án þess að öðlast aukna þekkingu í tímanlegum og andlegum efnum. Við eigum ekki að setja niður nein merki sem við erum ekki fús að taka upp og setja niður lengra í burtu, nær þeim hæðum sem við vonumst eftir að stíga upp á. Hin æðsta menntun er fólgin í því að þjálfa hugann til að taka framförum á degi hverjum. Við lok hvers dags ættum við að vera daglangri göngu nær launum sigurvegarans. Á hverjum degi á skilningur okkar að þroskast. Á hverjum degi eigum við að leysa úr verkefnum sem munu veita mikil laun í þessu lífi og hinu komandi. Með því að líta daglega á Jesú, í stað þess sem við sjálf höfum gert, munum við taka greinilegum framförum í tímanlegri jafnt sem andlegri þekkingu. DL 111.2

Endir allra hluta er í nánd. Það má ekki láta það sem við höfum gert vera lyktir á starfi okkar. Höfðingi hjálpræðis okkar segir: “Takið framförum. Það kemur nótt, þegar enginn maður getur unnið.” Við eigum stöðugt að gera meira gagn. Líf okkar á ávallt að vera undir krafti Krists. Lampar okkar eiga að loga skært... DL 111.3

Á öllum öldum hefur Guð veitt mannlegum verum guðlegar opinberanir, svo að hann þannig geti uppfyllt tilgang sinn um að opna huga mannsins smám saman kenningum náðarinnar. Háttur hans á að veita sannleikann skýrist af orðunum: “Eins og morgun bjarmi breiðist yfir fjöllin...” Sá sem kemur sér þar fyrir sem Guð getur upplýst hann tekur framförum eins og frá hálfgerðu rökkri dögunarinnar til fullrar geisladýrðar hádegisins 34 DL 111.4