Daglegt Líf
YFIRGNÆFANDIRÍKDÓMUR NÁÐAR HANS, 6. apríl
En Guð, sem er auðugur að miskunn, kefur af mikilli elsku sinni er hann lét oss í té, enda þótt vér vœrum dauðir vegna misgjörða vorra, endurlífgáð oss ásamt með Kristi... og uppvakið oss ásamt honum og búið oss sœti í himinhœðum ásamt honum svo sem heyrandi Kristi Jesú til, til þess siðan á komandi öldum að sýna hinn yfirgnœfandi ríkdóm náðar sinnar með gœsku sinni við oss í Kristi Jesú. Efes. 2, 4—7 DL 102.1
Við hefðum aldrei lært þýðingu orðsins náð hefðum við ekki fallið. Guð elskar hina syndlausu engla sem þjóna honum og eru hlýðnir öllum boðum hans en hann veitir þeim ekki náð. Þessar himnesku verur vita ekkert um náð. Þær hafa aldrei þarfnast hennar því að þær hafa ekki syndgað. Náð er eiginleiki Guðs sýndur óverðugum mannlegum verum. Við leituðum hennar ekki en hún var send til að leita að okkur. Guð fagnar yfir að veita þessa náð hverjum sem hungrar eftir henni, ekki vegna þess að við séum verðug heldur vegna þess að við erum svo gersamlega óverðug. Það er þörf okkar sem gerir það að verkum að við höfum vissu um að hljóta þessa gjöf. DL 102.2
En Guð notar ekki þessa náð til að gera lögmál sitt áhrifalaust eða koma í stað lögmálsins. “Fyrir sakir réttlætis síns hefur Drottni þóknast að gera kenninguna (lögmálið) háleita og vegsamlega.” Lögmál hans er sannleikur... DL 102.3
Náð Guðs og lögmál ríkis hans eru í fullkomnu samræmi, þau ganga hlið við hlið. Náð hans gerir okkur mögulegt að þokast nær honum í trú. DL 102.4
Hvernig getum við vitnað um Guð? ... Með því að vera hlýðin og óskipt gagnvart lögmáli Guðs. Hann mun birtast í okkur ef við viljum leyfa honum og við munum vera vitni um kraft endurlausnarinnar frammi fyrir gervöllum himnunum og frammi fyrir fráföllnum heimi sem er að reyna að gera lögmál Guðs að engu.” 11 DL 102.5
Það er aðeins einn máttur sem getur komið okkur í samræmi við Krist, sem getur gert okkur staðföst og haldið okkur stöðugum. Það er náð Guðs sem okkur veitist fyrir hlýðni við lögmál Guðs. 12 DL 102.6