Daglegt Líf
NÁÐ GUÐS ER FYRIR MIG, 5. apríl
En af Guðs náð er ég það sem ég er og náð hans við mig hefur ekki orðið til ónýtis heldur hef ég erfiðað meira en þeir allir, þó ekki ég heldur náðin Guðs með mér. 1. Kor. 15, 10 DL 101.1
Til eru þeir sem reyna að klífa stiga kristilegra framfara en fara að setja traust sitt á mannlegan mátt er þeir ganga upp og við það missa þeir sjónar á Jesú, höfundi og fullkomnara trúar þeirra Afleiðingin er mistök — missir alls þess sem áunnist hefur. Sannarlega er dapurlegt ástand þeirra sem verða þreyttir á leiðinni og leyfa óvini sálarinnar að ræna sig kristilegum náðargjöfum. 9 DL 101.2
Kærleikur Guðs í sálinni mun hafa bein áhrif á lífið og mun kalla á gáfurnar og kærleikann til virks, eðlilegs starfs. Barn Guðs mun ekki vera rólegt fyrr en það er klætt réttlæti Krists og því haldið uppi af hinum lífgefandi krafti hans. Þegar það sér veika hlið í lunderni sínu er ekki nóg að játa það aftur og aftur. Það verður að taka til starfa af einbeitni og krafti að sigra galla sína með því að byggja upp gagnstæða skapgerðardrætti. Það mun ekki ganga framhjá þessu verki vegna þess að það er erfitt. Það er krafist sleitulausrar viðleitni af hinum kristna. En hann verður ekki að starfa í eigin mætti. Guðlegur kraftur bíður þess að hann geri tilkall til hans. Hver sá sem af einlægni keppir eftir að sigra sjálfið mun eigna sér fyrirheitið: “Náð mín nægir þér.” DL 101.3
Sálin þjálfast fyrir persónulegt starf samfara trúarbæn. Dag frá degi vex lundernið til líkingar við Krist... Það kann að þurfa harða bardaga til að sigra venjur sem lengi hafa verið iðkaðar en við getum fagnað sigri fyrir náð Krists... DL 101.4
Ef við snúumst rétt við ákalli Heilags anda munum við framganga frá náð til náðar og frá dýrð til dýrðar þar til við munum meðtaka lokasnertingu ódauðleikans. 10 DL 101.5