Daglegt Líf
EITT MEÐ GUÐI FYRIR TRÚ, 7. Janúar
Allir eiga þeir að vera eitt, — eins og þú faðir ert í mér og ég í þér, eiga þeir einnig að vera í okkur. Jó h. 17, 21 DL 13.1
“Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar.” Getum við hugsað okkur nokkuð nánara samband við Krist en þetta? Taugar greinanna eru næstum eins og taugar stofnsins. Flutningur lífs, þróttar og frjósemi frá bolnum er óhindraður og stöðugur. Ræturnar senda næringu sína gegn um greinina. Þannig er samband hins sanna kristna manns við Krist. Hann er í Kristi og fær næringu sína frá honum. DL 13.2
Til andlegs sambands er einungis hægt að stofna með því að sýna persónulega trú. Þessi trú verður að sýna af okkar hálfu fullkomið traust, algera helgun og að við tökum Guð fram yfir allt. Við verðum að beygja vilja okkar að fullu undir guðlegan vilja. Þegar tilfinningar okkar, óskir, áhugamál og heiður koma heim við velferð ríkis Krists og heiður málefnis hans, öðlumst við stöðugt náð frá honum og Kristur hlýtur þakklæti frá okkur. DL 13.3
Þegar þetta nána samband og samfélag er myndað, eru syndir okkar lagðar á Krist, réttlæti hans er veitt okkur. Hann var gerður að synd okkar vegna, svo að við gætum orðið réttlæti Guðs í honum. Við höfum opna leið til Guðs fyrir hann. Við erum meðtekin vegna hins elskaða sonar. Hver sem særir trúaðan með orðum eða gerðum, skaðar með því Krist. Kristur mun líta svo á að hver sem gefur lærisveini glas af köldu vatni, vegna þess að hann er barn Guðs hafi gefið honum sjálfum það. DL 13.4
Það var um það leyti sem Kristur var að kveðja lærisveina sína, að hann gaf þeim hið fallega tákn um samband sitt við hina trúuðu... Samband við Krist vegna lifandi trúar er varanlegt. Hvert annað samband hlýtur að farast... Hinn sanni kristni maður velur Krist fyrstan, síðastan og bestan í öllu. 21 DL 13.5