Daglegt Líf
TRÚ Á GUÐ, 6. Janúar
“Treystið Drottni œ og œtíð,því að Drottinn, Drottinn er eilíft bjarg.” Jes. 26, 4 DL 12.1
Hans er mikilleikinn, mátturinn, dýrðin, sigurinn og hátignin. Við skulum ekki sníða hinum Heilaga í ísrael stakk... DL 12.2
Hvílík uppspretta, sem við getum leitað til á öllum erfiðum stundum. Í hjartanu getur ekki búið neinn kvíði. Maðurinn er skeikull, þrár, uppreisnargjarn og þrjóskur jafnvel gegn Guði. En Drottinn er góður og þolinmóður og á blíða samúð. Himinn og jörð lúta honum og hann veit hvers við þörfnumst jafnvel áður en við leggjum þarfír okkar og óskir fram fyrir hann. DL 12.3
Við sjáum aðeins stuttan spöl fram fyrir okkur. “En allt er bert og öndvert augum hans, sem hér er um að ræða.” Það kemur aldrei fát á hann. Hann situr ofar fáti og brjálun jarðarinnar og allir hlutir eru opnir hinni guðlegu sýn hans. Og frá hinum mikla og kyrrláta eilífðarbústað sínum, getur hann fyrirskipað það, sem forsjón hans sér best vera. DL 12.4
Ef við værum látin sjálf um að áforma, mundi okkur verða á að gera mistök. Hleypidómar okkar, veikleikar okkar, sjálfsblekkingar okkar og fáviska okkar mundi koma á margan hátt í ljós. En verkið er Drottins, málstaðurinn er hans. Hann lætur aldrei verkamenn sína án guðlegra leiðbeininga... DL 12.5
Þú skalt kasta hvaða byrðum sem liggja þungt á þér á Drottin. Sá sem gætir Ísraels blundar hvorki né sefur. Hvíldu í Guði. Ef hugur þinn dvelur hjá Guði, ert þú í fullkomnum friði. DL 12.6
Stundum virðist sem þú getir ekki stigið annað skref. Bíð þá og vit að “ég er Guð.” “Ver þú hughraustur og öruggur. Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.”... Við þurfum að sýna trú. 19 DL 12.7
Þú verður að læra þá einföldu list að taka Guð á orðinu. Þá munt þú hafa öruggan grundvöll undir fótum. 20 DL 12.8