Daglegt Líf

9/366

AÐ EFA EKKERT, 8. Janúar

Þú lítiltrúaði, hví efaðist þú? Mat, 14, 31 DL 14.1

Lífið er ekki allt sem grösugir hagar og svalir lækir. Reynslur og vonbrigði heltaka okkur. Missirinn kemur. Við komumst í erfiðar aðstæður. Samviskan nagar okkur og við hugsum, að við hljótum að hafa gengið langt frá Guði, því að við hefðum ekki liðið svona ef við hefðum gengið með Guði. Efi og örvænting fylla hjörtu okkar og við segjum: Drottinn hefður brugðist okkur og það er farið illa með okkur. Hví leyfir hann að við þjáumst þannig? Hann getur ekki elskað okkur. Ef hann gerði það mundi hann fjarlægja erfiðleikana af leið okkar... DL 14.2

Hann kemur okkur ekki alltaf í ánægjulegar aðstæður. Ef hann gerði það, mundum við í sjálfbirgingsskap okkar gleyma að hann er hjálp okkar. Hann þráir að birtast okkur, og opinbera þann mikla auð, sem við höfum yfirráð yfir og hann leyfir að erfiðleikar og vonbrigði komi yfir okkur svo við getum gert okkur grein fyrir hjálparleysi okkar og lærum að kalla á hann eftir hjálp. Hann getur látið svala læki spretta fram af hörðum kletti. DL 14.3

Við munum aldrei vita fyrr en við erum augliti til auglitis við Guð, þegar við munum sjá eins og við erum séð og þekkja eins og við erum þekkt, hve margar byrðar hann hefur borið fyrir okkur og hve margar byrðar hann hefði verið glaður að bera, ef við í barnslegri trú hefðum komið með þær til hans... DL 14.4

Kærleikur Guðs opinberast í öllum afskiptum hans af fólki hans. Við eigum að sjá ljós dýrðar hans í ásjónu Krists með taerum, ómyrkvuðum sjónum og treysta á leiðandi hönd hans í andstreymi, í veikindum, í vonbrigðum og á reynslustund. En of oft særum við hjarta hans með vantrú okkar... DL 14.5

Guð elskar börn sín, og hann þráir að sjá þau sigrast á þeim vonbrigðum sem Satan reynir að yfirvinna þau með. Látið ekki undan vantrúnni. Gerið ekki mikið úr erfiðleikum ykkar. Minnist kærleika þess og máttar er Guð hefur sýnt á liðnum tíma. 22 DL 14.6