Daglegt Líf
ÉG ÆTLA AÐ GÆTA DYRA HJARTA MÍNS, 22. mars
Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins. Orðskv. 4, 23 DL 87.1
“Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru” er ráðlegging spekingsins, “því að þar eru uppsprettur lífsins.” Því að eins og maðurinn “hugsar í hjarta sínu, svo er hann.” Hjartað verður að endurnýjast af guðlegri náð því annars mun það verða til einskis að leita eftir hreinleika lífsins. Sá sem freistar þess að byggja upp göfuga og hreina lyndiseinkunn án náðar Krists byggir hús sitt á foksandi. Það mun vissulega hrynja í grimmilegum stormi freistinganna. Bæn Davíðs ætti að vera ákall hverrar sálar: “Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð, og gef mér að nýju stöðugan anda.” Og eftir að hafa orðið hluttakar hinnar himnesku gjafar eigum við að ganga fram til fullkomnunar og vera “varðveitt af krafti Guðs fyrir trúna.” DL 87.2
Samt höfum við verk að vinna við að standa í gegn freistingunni. Þeir sem vilja ekki verða brögðum Satans að bráð verða að gæta vel leið anna að sálinni. Þeir verða að forðast að lesa, sjá og heyra það sem leiðir til óhreinna hugsana. Það má ekki leyfa huganum að rása af tilviljun að hverju því efni sem óvinur sálarinnar stingur upp á. . . Slíkt mun krefjast einlægrar bænar og óþreytandi árvekni. Við verðum að hljóta aðstoð áhrifa Heilags anda sem mun hefja hugann upp á við og venja hann við að dvelja við hrein og heilög efni. Og við verðum að rannsaka orð Guðs af kostgæfni. “Með hverju á ungur maður að halda vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði Drottins.” “Ég geymi orð þín í hjarta mínu,” segir sálmaskáldið, “til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér.” 52 DL 87.3
Þú verður að verða dyggur vörður augna þinna og eyrna og allra skilningarvita þinna ef þú ætlar að stjórna huga þínum og hindra það að hégómlegar og spilltar hugsanir setji blett á sál þína. Aðeins kraftur náðarinnar getur framkvæmt þetta mjög æskilega starf. 53 DL 87.4