Daglegt Líf

83/366

ÉG ÆTLA EKKI AÐ HAFA NEITT ÓGUÐLEGT FYRIR AUGUM MÉR, 23. mars

Ég œtla ekki að hafa neitt óguðlegt fyrir augum rnér. Ég hata verk þeirra sem illa breyta. Þeir fá engin mök viö mig að eiga. (ensk þýð.) Sálm. 101, 3 DL 88.1

Allir ættu að gæta skilningarvitanna svo að Satan nái þeim ekki undir sig því að þau eru leiðirnar að sálinni. 54 DL 88.2

Forðist að lesa og sjá það sem leiðir til óhreinna hugsana. Þroskið hina siðferðislegu og vitsmunalegu hæfileika. 55 DL 88.3

Leikhúsið er meðal hinna hættulegustu skemmtistaða. Í stað þess að vera skóli dyggða og siðgæðis, eins og oft er haldið fram, er það gróðrarstía lasta. Þessar skemmtanir styrkja og festa saurugar venjur og syndugar tilhneigingar. Lágkúrulegir söngvar, klúrt látbragð, svipur og afstaða spilla ímyndunaraflinu og saurga siðferðið. Sérhvert ungmenni sem venur komur sínar á slíkar sýningar mun spillast. Það eru ekki til kröftugri áhrif í okkar landi til að eitra ímyndunaraflið, eyða trúaráhrifum og sljóvga löngunina í kyrrlátar skemmtanir og blákaldan raunveruleika lífsins en leikhússkemmtanir. DL 88.4

Löngunin í þessa staði vex í hvert skipti sem látið er eftir henni eins og fíknin í eiturlyf styrkist við neyslu þeirra. Eina örugga stefnan er að forðast leikhúsið, hringleikahúsið (sirkus) og hvern annan vafasaman skemmtistað. DL 88.5

Til eru leiðir til skemmtana sem eru mjög hollar huga og líkama. Upplýstur og skarpskyggn hugur mun fínna nægar leiðir til skemmtana og dægrastyttingar sem eru ekki aðeins saklausar heldur og uppbyggjandi... Hinn mikli Guð sem á þá dýrð sem af himnum skín og þá guðlegu hönd sem heldur milljónum hnatta á sínum stað er faðir okkar. Við þurfum aðeins að elska hann, treysta honum eins og lítil börn í trú og trausti og hann mun meðtaka okkur sem syni sína og dætur og við munum erfa óútmálanlega dýrð eilífs heims. 56 DL 88.6