Daglegt Líf

81/366

ÉG ÆTLA AÐ VERA KRISTINN HEIMA, 21. mars

(Kœrleikurinn) hegðar sér ekki ósœmilega, leitar ekki síns eigin. Hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið ilia. 1. Kor. 13, 5 DL 86.1

Mikið getur áunnist með sjálfsaga á heimilinu... Sérhver geri lífið eins ánægjulegt fyrir aðra og mögulegt er. Temjið ykkur virðingu í tali. Varðveitið einingu og kærleika. Satan mun ekki hafa neitt vald yfir þeim sem stjórna sér að fullu á heimilinu. 47 DL 86.2

Við verðum að hafa Anda Guðs því að annars getum við aldrei haft samræmi á heimilinu... Við getum naumast sýnt því of mikinn áhuga að stuðla að ástúð á heimilinu því að heimilið er táknmynd um himininn ef Andi Drottins býr þar... Það verður að hamla á móti öllu því sem stefnir að því að varpa skugga á frið og einingu fjölskyldunnar. Það mun verða hlúð að vingjarnieik og kærleika, anda blíðu og umburðarlyndis. Fari einhver villur vega munu aðrir láta í ljós umburðarlyndi líkt og Kristur gerði. 48 DL 86.3

Sá sem sýnir anda blíðu, umburðarlyndis og kærleika mun fínna að sami andinn berst aftur til hans... Ef Kristur er í sannleika orðinn til hið innra, von dýrðarinnar, mun eining og kærleikur ríkja á heimilinu. Kristur sem dvelur í hjarta eiginkonunnar mun vera samhljóða Kristi sem dvelur í hjarta eiginmannsins. Þau munu keppa saman eftir þeim híbýlum sem Kristur er farinn að búa þeim sem elska hann... Blíð ástúð ætti ávallt að ríkja í samskiptum eiginmanns og eiginkonu, foreldra og barna, bræðra og systra... Það er skylda hvers um sig í fjölskyldunni að vera indæll og tala vingjarnlega. 49 DL 86.4

Hús, þar sem kærleikurinn ríkir, þar sem kærleikurinn er látinn í ljós í orðum, tilliti og gerðum er staður þar sem englum þykir yndislegt að koma og helga með geislum frá dýrðinni... Kærleikurinn ætti að sjást í tilliti og háttum og heyrast í raddblænum. 50 DL 86.5

Sjálfstjórn af hálfu allra fjölskylduliða mun gera heimilið næstum að paradís. 51 DL 86.6