Daglegt Líf

80/366

ÉG ÆTLA AÐ VERA HÚSBÓNDI HUGSKOTS MÍNS, 20. mars

Hafið því lendar hugskots yðar umgirtar, verið algerlega algáðir og setjið von yðar til þeirrar náðar sem yður mun veitast við opinberun Jesú Krists. 1. Pét.1, 13 DL 85.1

Hvert okkar hefur persónulegt verk að vinna, að hafa lendar hugskots okkar umgirta, að vera algerlega algáð og vaka í bæn. Huganum verður að stjórna af festu svo að hann dvelji við þau efni sem styrkja siðferðiskraftinn... Hugsanirnar verða að vera óflekkaðar, hugleiðingar hjartans verða að vera hreinar ef orð þau sem fram ganga af munninum eiga að vera himninum geðþekk og félögum ykkar hjálpsöm. 44 DL 85.2

Hugans ætti að gæta vandlega. Engu ætti að vera leyft að koma þar inn sem skaðar eða eyðir heilbrigðu þreki hans. Til að koma í veg fyrir þetta ætti að sá í hann fyrirfram góðu sæði og er það vex mun það bera greinar með ávöxtum... Akur sem látinn er óræktaður mun fljótt leiða fram mikinn vöxt þistla og vafningsjurta sem eyða öllum næringarefnum úr jarðveginum en er eigandanum til einskis gagns. Jarðvegurinn er fullur af frjókornum sem vindurinn hefur borið og blásið meó sér úr öllum landshornum og ef hann er látinn óræktaður þá spretta þau upp sjálfkrafa og kæfa hverja dýrmæta sáðberandi jurt sem er að berjast fyrir tilverunni. Ef akurinn væri plægður og sáð fræi í hann mundu þessi einskis nýtu korn vera bæld niður og gætu ekki blómgast. 45 DL 85.3

Það ungmenni sem finnur gleði og hamingju í að lesa orð Guðs og í bænastundinni hlýtur sífellt endurnýjun frá lind lífsins. Það mun ná siðferðislegum yfirburðum og víðsýni sem aðrir geta ekki gert sér í hugarlund. Samfélag við Guð styrkir góðar hugsanir, göfuga löngun, skýran skilning á sannleikanum og háleita athafnasemi. Þeir sem tengja þannig sálir sínar Guði hljóta þá viðurkenningu frá honum að vera synir hans og dætur. Þeir ná sífellt hærra og hærra og öðlast skýrari hugmyndir um Guð og eilífðina þar til Drottinn gerir þau að farvegi ljóss og visku handa heiminum. 46 DL 85.4