Daglegt Líf
MARS—HVETJANDI LÍF
ESTER, 1. mars
Hver veit nema þú sért til ríkis komin einmitt vegna þessara tíma. Ester 4, 14 DL 66.1
Ákveðinn dagur var tiltekinn þegar eyða átti Gyðingunum og gera eignir þeirra upptækar. Konungurinn gerði sér lítið grein fyrir hve víðtækar afleiðingar það hefði haft ef tilskipun hans hefði verið framkvæmd út í ystu æsar. Satan sjálfur, hinn leyndi hvatamaður tiltækisins, var að reyna að má af jörðinni þá sem varðveittu þekkinguna um hinn sanna Guð... DL 66.2
En sá máttur, sem ríkir á meðal mannanna barna sigraði bellibrögð óvinarins. Að forsjá Guðs hafði Ester, Gyðingakona, sem óttaðist hinn hæsta, verið gerð að drottningu yfir ríki Meda og Persa. Mordekaí var náinn ættingi hennar. Í vandræðum sínum ákváðu þau að leita til Xerxesar vegna fólks sìns. Ester átti að hætta á að ganga inn til hans sem meðalgöngumaður. “Hver veit,” sagði Mordekaí, “nema þú sért til ríkis komin einmitt vegna þessara tíma.” DL 66.3
Hið örlagaríka ástand, sem Ester stóð andspænis, þarfnaðist skjótra og alvarlegra athafna en bæði hún og Mordekaí gerðu sér ljóst að tilraunir þeirra yrðu gagnslitlar nema Guð ynni kröftuglega fyrir þau. Þess vegna tók Ester sér tíma til að hafa samfélag við Guð, uppsprettu máttar síns. “Far þú,” bauð hún Mordekaí, “og kalla saman alla Júða sem nú eru í Súsan og fastið mín vegna, etið hvorki né drekkið í þrjá daga, hvorki nótt né dag. Eg og þjónustumeyjar mínar munum og fasta á sama hátt. Síðan mun ég ganga inn fyrir konung þótt það sé í móti lögunum. Og ef ég þá á að farast, þá ferst ég.” 1 DL 66.4
Sú spurning, sem lögð var fyrir Ester drottningu á þessari mikilvægu örlagastundu í sögu Ìsrael, er á þessum örlagatímum lögð fyrir hvert heimili, hvern skóla, hvert foreldri, kennara og barn sem ljós fagnaðarerindisins hefur skinið á: “Hver veit nema þú sért til ríkis komin einmitt vegna þessara tíma.” 2 DL 66.5