Daglegt Líf

62/366

PÁLL, 2. mars

Í fyrstu málsvörn minni kom enginn mér til aðstoðar, heldur yfirgáfu mig allir. ... En Drottinn stóð með mér og veitti mér kraft til þess að ég yrði til ad fullna prédikunina og allar þjóðir fengju ad heyra. 2. Tím.4, 16. 17 DL 67.1

Páll fyrir Neró — hvílíkar andstæður! Í mætti og mikilleik átti Neró engan sinn líka... Páll hafði verið dreginn fram úr fangelsinu, févana, vinalaus og sviptur góðum ráðum, til að vera yfirheyrður til lífs eða dauða... DL 67.2

Svipur einræðisherrans bar hinn svívirðilega vitnisburð ástríðnanna sem ólguðu hið innra. Svipur fangans sagði sögu þess hjarta sem hefur frið við Guð og menn. Þann dag voru niðurstöður andstæðra fræðslukerfa bornar saman — líf takmarkalauss sjálfseftirlætis og líf algerrar sjálfsfórnar. Hér voru fulltrúar tveggja lífskenninga — eigingirni, sem allt ætlaði að gleypa og telur ekkert of dýrmætt til að fórna fyrir stundaránægju og á hinn bóginn sjálfsafneitandi þolgæði, tilbúið að gefa sjálft lífið, ef þörf krefði, öðrum til góðs... DL 67.3

Fólkið og dómararnir... höfðu verið viðstaddir margar yfirheyrslur og höfðu litið marga glæpamenn en aldrei höfðu þau séð mann hafa yfir sér slíka heilaga stillingu... Orð hans snertu streng sem titraði jafnvel í hjörtum hinna forhertustu. Sannleikurinn, hreinn og sannfærandi, sigraði villuna. Ljós skein inn í huga margra sem á eftir fylgdu geislum þess með gleði... Hann benti áheyrendum sínum á fórnina sem færð var vegna hins fallna mannkyns... DL 67.4

Þannig talar málsvari sannleikans. Hann stendur sem fulltrúi Guðs, trúr á meðal ótrúrra, hlýðinn á meðal óhlýðinna og rödd hans er sem rödd af himni. Í orði eða tilliti er enginn ótti, dapurleiki eða örvænting... Orð hans eru sem sigurhróp yfir orustugnýinn. 3 DL 67.5

Látum þessa trúarhetju tala sjálfa. Hann segir: “Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists.” 4 DL 67.6