Daglegt Líf
ÉG MUN HITTA VERNDARENGIL MINN, 29. desember
Sjáið til að þér eigi fyrirlítið neinn af þessum smœlingjum því að ég segi yður ad englar þeirra á himni sjá ávallt auglit föður míns sem er á himni. Matt. 18, 10 DL 369.1
Ekki munum við skilja hvað við eigum umhyggju og hjálp engla Guðs að þakka fyrr en við fáum að sjá forsjón hans í ljósi eilífðarinnar. Himneskar verur hafa tekið virkan þátt í málum manna. Þær hafa birst í klæðum skínandi sem elding. Þær hafa komið sem menn í ferðaklæðum. Þær hafa þegið góðgerðir á heimilum manna. Þær hafa komið sem leiðsögumenn fyrir óupplýsta ferðamenn. Þær hafa kollvarpað tilgangi óvinarins og látið högg eyðandans geiga. DL 369.2
Englar hafa oft verið talsmenn á ráðstefnum höfðingja þó að höfðingjar þessa heims hafi ekki vitað um það. Mannleg augu hafa litið þá. Mannleg eyru hafa hlýtt á hvatningarorð þeirra. Í ráðstefnuog dómssölum hafa himneskir sendiboðar talað máli ofsóttra og kúgaðra. Þeir hafa kollvarpað tilgangi og stöðvað böl sem hefði leitt þjáningar og ranglæti yfir fólk Guðs... DL 369.3
Hver endurleystur maður mun fá að skilja starf engla í eigin lífi. Engillinn sem var verndari hans frá fyrstu stundu, engill sem vakti yfir hverju spori hans og huldi höfuð hans á hættustundu, engillinn sem var með honum í dauðans skuggadal og verndaði hvíldarstað hans og var fyrstur til að heilsa honum á upprisumorgninum — hvernig verður það að ræða við hann og að fá að kynnast því hvernig Guð skarst í leikinn í lífi einstaklingsins, læra um samstarf himinsins í öllu starfi fyrir mannkynið! DL 369.4
Öll vandamál lífsins munu þá verða skýrð. Þar sem okkur hefur virst vera aðeins ringulreið og vonbrigði, brostin markmið og ónýtt áform mun koma í ljós stórkostlegur, sigrandi tilgangur, guðlegt samræmi. 72 DL 369.5