Daglegt Líf
HVÍ DEILAN MIKLA VAR LEYFÐ, 30. desember
Að upplýsa alla um það, hver verið hafi tilgangurinn með þessum leyndardómi sem frá eilífð hefur verið hulinn i Guði, sem allt hefir skapað, til þess að hin margháttaða speki Guðs skyldi nú af söfnuðinum kunngjörð verða tignunum og völdunum í himinhœðum. Ef. 3, 9. 10 DL 370.1
Til hvers fékk deilan mikla að halda áfram um aldir? Hví var Satan ekki eytt strax og hann gerði uppreisn? — Það var til þess að hægt væri að sannfæra heiminn um réttlæti Guðs í afskiptum hans af hinu illa og syndin gæti hlotið eilífa fordæmingu. Í hjálpræðisáforminu eru hæðir og dýptir sem eilífðin sjálf getur ekki komist til botns í, undur sem englarnir þrá að líta á. Af öllum sköpuðum verum hafa hinir endurleystu einir komist í kast við raunverulegt stríð gegn synd. Þeir hafa unnið með Kristi og hafa komist í kynni við þjáningar hans en það hafa englarnir ekki getað gert. Hann hefur “uppvakið oss ásamt með honum og búið oss sæti í himinhæðum... Til þess síðan á komandi öldum að sýna hinn yfirgnæfandi ríkdóm náðar sinnar með gæsku sinni við oss í Kristi Jesú.” 73 DL 370.2
Allir hinir endurleystu líta á endurlausnara sinn og sjá eilífa dýrð föðurins skína af ásjónu hans. Er þeir sjá hásæti hans sem er frá eilífð til eilífðar og vita að ríki hans hefur engan endi hefja þeir lofsöng... DL 370.3
Náð, blíða og föðurkærleikur eru samtvinnuð heilagleika, réttlæti og mætti. Er vér sjáum hátign hásætis hans sem er hátt og upphafið sjáum við lunderni hans birtast dýrlega og skiljum betur en nokkru sinni fyrr merkingu hins kærleiksríka ávarps: “faðir vor” ... DL 370.4
Afleiðingar af baráttu frelsarans við myrkravöldin er endurleystum mikill fögnuður sem auka á dýrð föðurins um alla eilífð. 74 DL 370.5