Daglegt Líf

337/366

VARÐVEITA BOÐ GUÐS, 2. desember

Sœlir eru þeir sem uppfylla boð hans (ensk þýð.) til þess að þeir geti fengið aðgang að lífsins tré og megi ganga inn um hliðin inn í borgina. Op. 22, 14 DL 342.1

Framundan er barátta. Það eina örugga fyrir okkur núna er að vera eitt með Kristi í Guði. Við eigum að leitast við að ganga inn um þrönga hliðið. En það hlið sveiflast ekki létt á lömum sínum. Inn um það er ekki hleypt neinum vafasömum mönnum. Við verðum nú að keppa eftir eilífu lífi með ákafa sem samsvarar gildi verðlaunanna sem framundan eru. Það eru ekki peningar eða lendur eða stöður heldur það að eiga Kristi líkt lunderni sem mun ljúka upp fyrir okkur hliðum Paradísar. Það er ekki tign, það eru ekki vitsmunalegir hæfileikar sem munu ávinna okkur kórónu ódauðleikans. Aðeins hinir auðmjúku og lítilmótlegu munu meðtaka þessa gjöf, þeir sem hafa gert Guð að trausti sínu... DL 342.2

Almættið eitt megnar að endurskapa sálina, að leiða ljós fram úr myrkrinu, kærleika af óvild og heilagleika af hreinleika. Þegar hinn óendanlegi starfar með samþykki mannsins að því að gera lífið algjört í Kristi, að því að fullkomna lundernið, er hægt að tala um vísindi eilífðarinnar. DL 342.3

Hvaða heiður er borinn á Krist? Hann aðlagar vilja mannsins vilja Guðs án þess að beita þvingun eða ofbeldi. Þetta eru vísindi allra sannra vísinda því að með þeim er gerð mikil breyting á huga og lunderni — breyting sem verður að verða í lífi hvers og eins sem gengur í gegnum hlið borgar Guðs. 4 DL 342.4

Þá munu þeir sem hafa varðveitt boð Guðs anda að sér ódauðlegum krafti undir lífsins tré og um óendanlegar eilífðir munu íbúar syndlausra hnatta líta í garðinum (Eden) dæmi um fullkomið sköpunarverk ósnert af bölvun syndarinnar — dæmi um það sem öll jörðin mundi hafa orðið hefði maðurinn aðeins uppfyllt dýrlegt áform skaparans. 5 DL 342.5