Daglegt Líf

338/366

AÐ GANGA STÖÐUGT MED GUÐI, 3. desember

Og Enok gekk með Guði og hvarf af því að Guð nam hann burt. 1. Mós. 5, 24 DL 343.1

Þegar Guð nemur meðlimi safnaðar síns til himins verður það vegna þess að þeir hafa gengið með honum hér á jörðinni og meðtekið að ofan styrk og visku sem gerir þeim kleift að þjóna honum rétt. Þeir sem eru numdir til Guðs munu vera karlar og konur sem nú biðja í auðmýkt og iðrun og eru ekki hégómleg í hjarta. Þau eru fulltrúar Krists í viðskiptum sínum bæði við trúaða og vantrúaða. 6 DL 343.2

Þeir sem enga gleði hafa af því að hugsa og tala um Guð í þessu lífí munu ekki njóta lífsins sem er í vændum þar sem Guð er alltaf nálægur og býr með fólki sínu. Þeir sem elska að hugsa um Guð munu vera í réttu umhverfi þegar þeir anda að sér andrúmslofti himinsins. Þeir sem hér á jörðu elska að hugsa um himininn munu vera glaðir og sælir í þeim félagsskap sem þar er að finna... DL 343.3

Þegar þeir voru hér í heiminum töldu þeir sig ekki vera sín eigin og Guð setti innsigli sitt á þá að þeir væru hans eign. Himinninn er fyrir þá sem þrá hann einlæglega, sem sýna viðleitni í hlutfalli við gildi þess markmiðs sem þeir keppa að. Hugsun þeirra sem munu eignast himininn mun snúast um himneska hluti. 7 DL 343.4

“Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.” Í þrjú hundruð ár hafði Enok verið að sækjast eftir hreinleika sálarinnar svo að hann gæti verið í samræmi við himininn. í þrjár aldir hafði hann gengið með Guði. Dag frá degi þráði hann nánara samfélag og samfélagið hafði orðið nánara og nánara þar til Guð hreif hann til sin. Hann hafði staðið á mörkum hinnar eilífu veraldar, aðeins skref hafði verið milli hans og lands sælunnar og nú voru hliðin opnuð og gangan með Guði sem svo lengi hafði staðið hér á jörðinni hélt áfram og hann gekk gegnum hlið borgarinnar helgu — hinn fyrsti á meðal manna til þess að stíga þar inn fæti. 8 DL 343.5