Daglegt Líf

336/366

DESEMBER—EILÍFT LÍF

GERIÐ KÖLLUN YKKAR OG ÚTVALNING VISSA, 1. desember

Kostið þess vegna fremur kapps um brœður að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Því ef þér gjörið þetta þá munið þér ekki nokkuru sinni hrasa. Því að á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists. 2. Pét. 10, 11 DL 341.1

Hér er sett fram reglugerð um líftryggingu sem tryggir okkur eilíft líf í Guðs ríki. Ég bið ykkur að rannsaka þessi orð Péturs postula. Það er skilningur og vit í hverri setningu. DL 341.2

Við erum hvert okkar að ákvarða eilíf orlög okkar og það er algjörlega undir okkur komið hvort við öðlumst eilíft líf. Munum við sýna í lífi okkar þær lexíur sem veittar eru í orði Guðs, hinni miklu lexíubók Krists? Það er ágætasta en samt einfaldasta og auðskildasta bók sem nokkurn tímann hefur verið sett saman um menntun í réttri hegðun, í framsögn, í framkomu, í kærleika. Það er eina bókin sem býr manninn undir lífið sem mælist við líf Guðs. Og þeir sem daglega gera orð þetta að rannsóknarefni sínu eru þeir einu sem eru þess verðir að taka við því skírteini sem gefur þeim rétt til að mennta og þjálfa börnin til inngöngu í hinn æðri skóla svo þau verði krýnd sem sigurvegarar. 1 DL 341.3

Jesús Kristur er hinn eini sem getur dæmt um hæfni manna til að meðtaka eilíft líf. Hliðum borgarinnar helgu verður lokið upp fyrir þeim sem hafa verið auðmjúkir og lítilmótlegir fylgjendur Krists og hafa lært lexíu sína hjá honum og meðtekið frá honum reglugerð um líftryggingu sína og myndað skapgerðir að líkingu Guðs. 2 DL 341.4

Þegar hinir endurleystu eru leystir frá jörðinni mun ykkur birtast borg Guðs... Þá mun harpa vera lögð í hönd ykkar og þið munuð hefja raust ykkar í lofsöng til Guðs og til lambsins sem með fórn sinni gerði ykkur að hluttakendum í eðli hans og hefur gefið ykkur eilífa arfleifð í guðsríki. 3 DL 341.5