Daglegt Líf

329/366

MEÐ AUÐMÝKT, 24. nóvember

Hroki mannsins lœgir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta. Oróskv. 29, 23 DL 334.1

Maðurinn kann að hefja sig upp í hroka og stæra sig yfir valdi sínu en á augabragði getur Guð gert hann að engu. Það er verk Satans að leiða menn til að upphefja sjálfa sig með þeim hæfileikum sem þeim hafa verið gefnir. Hver maður sem Guð starfar í mun þurfa að læra að hinn lifandi, sívirki og ávallt nálægi Guð er æóstur allra og hann hefur ljáð honum talentur til þess að nota — vitsmuni, svo að hann geti leitt fram frumlegar hugsanir, hjarta sem á að vera hásæti hans, kærleika sem á að streyma út sem blessun til allra sem hann kemur í snertingu við, samvisku svo að Heilagur andi geti sannfaert hann um synd, réttlæti og um dóm. 54 DL 334.2

Stolt, fáfræði og heimska eru stöðugt förunautar. Drottni geðjast ekki að stolti því sem kemur í ljós hjá fólki hans. 55 DL 334.3

Foreldrar,... það er auðveldara fyrir ykkur að kenna börnum ykkar stolt en auðmýkt. 56 DL 334.4

Auðmýkt er meira virði en heiður. Himinninn velur starfsmann... sem er lítilmótlegur frammi fyrir Guði til þess að fylla háa stöðu frammi fyrir mönnum. Sá lærisveinn sem er barnslegastur er haefastur til þess að starfa fyrir Guð. Himneskar verur geta starfað með þeim manni sem er að leitast við að bjarga sálum en ekki að upphefja sjálfan sig... Hann mun ganga út frá samfélagi við Krists til þess að vinna fyrir þá sem eru að farast í syndum sínum. Hann er smurður til starfsins og hann hefur árangur þar sem margir af hinum lærðu og vísu vitmunalega mundu bregðast... DL 334.5

Einfaldleiki, sjálfsgleymni og kaerleikur lítils barns eru þeir eiginleikar sem himinninn metur mikils. Þetta eru einkenni mikilleikans. 57 DL 334.6

Salómó var aldrei eins ríkur eða vitur eða mikill og þegar hann sagði: “Eg er aðeins lítið barn: ég veit ekki hvernig á að ganga út eða ganga inn.” 58 DL 334.7