Daglegt Líf

328/366

MEÐ SANNLEIKA, 23. nóvember

Leifar Ísraels munu engin rangindi fremja né heldur tala lygar og í munni þeirra mun ekki finnast sviksöm tunga. Já, þeir munu vera á beit og leggjast ánþess að nokkur styggiþá. Zef. 3, 13 DL 333.1

Sannleikur og heiðarleiki eru eiginleikar Guðs og sá sem hefur þá til að bera á ómótstæðilegan kraft. 48 DL 333.2

Verið aldrei með vífilengjur. Aldrei fara með ósannindi, hvorki í orðum eða athöfnum... Verið hrein og bein og hvikið ekki frá sannleikanum. Ekki ætti að leyfa sér svo mikið sem minnstu undanbrögð. 49 DL 333.3

Frelsarinn hefur dýpstu fyrirlitningu á allri blekkingu. Sú stranga hegning sem Ananias og Saffíra hlutu sýnir þetta. 50 DL 333.4

Lygavarir eru honum vióurstyggð. Hann segir að inn í borgina helgu skuli “alls ekkert óhreint..., né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi.” Segið sannleikann án allra vífilengja. Látið það vera hluta af lífi ykkar. Við bíðum skipbrot á trú okkar ef við förum lauslega með sannleikann og hagræðum honum eftir eigingjörnum áformum okkar... Sá sem lætur ósannindi í ljós selur sál sína ódýrt. Lygi hans kann að þjóna vissum tilgangi í ógöngum. Hann virðist hafa framgang með þessu móti í viðskiptaheiminum sem hann gæti ekki öðlast með heiðarleika en að lokum kemst hann í þá aðstöðu að geta engum treyst. Þar sem hann er sjálfur lygari hefur hann enga tiltrú á orðum annarra. 51 DL 333.5

Enginn maður getur stært sig af sannsögli sinni því hann veit ekki hvað sannsögli er fyrr en hann hefur sigrað. Enginn getur vitað hversu sterkur hann er í sannsögli og heiðarleika fyrr en hann hefur staðist eldskírn þeirrar freistingar að eignast fé á vafasaman hátt. 52 DL 333.6

Sá sem á kærleika Guðs í hjarta sínu leyfir ekki sjálfsupphefð eða óheiðarleika að eiga rúm í hjarta sínu. Sá sem er endurfæddur fyrir Andann sýnir hugarfar Krists í daglegu lífí. Hann er hreinn og beinn í öllum viðskiptum sínum. Hann sýnir engin slóttugheit eða brögð í verkum sínum. Góðu ávextirnir sem koma fram í lífi hans bera vott um ástand hjarta hans. 53 DL 333.7