Daglegt Líf

319/366

HALTU FAST, 14. nóvember

Haltu fast því sem þú hefir til þess að enginn taki kórónu þína. Op. 3, 11 DL 324.1

Hægt er að taka ákvarðanir á augabragði sem innsigla ástand okkar um eilífð... En minnist þess að það mundi taka alla ævina að koma því í rétt horf sem við færðum úr lagi með því að láta undan freistingu og vörpuðum frá okkur í hugsunarleysi... DL 324.2

Fyrir augnabliksákvörðun viljans getur þú lagt þig undir vald Satans en það þarf meira en augnabliksathöfn viljans til að brjóta af sér fjötra hans og taka stefnuna til háleitara og heilagra lífs. Ásetningurinn kann að vera mótaður og starfið hafið en framkvæmd þess krefst erfiðis, tíma, þolgæðis og fórnar. Sá maður sem viljandi reikar frá Guði í fullri dagsbirtu mun finna þegar hann vill hverfa aftur að þyrnar og þistlar hafa sprottið upp á vegferð hans og hann má ekki undrast það eða missa kjarkinn þó að hann neyðist til þess að ferðast lengi með rifna og blóðgaða fætur. Skelfilegasti og óttalegasti vottur þess að maður hafí hrapað úr góðu ásigkomulagi í hið verra er sú staðreynd að það kostar svo mikið að komast til baka. Það er hægt að snúa við aðeins með því að berjast þumlung fyrir þumlung, á hverri stundu... DL 324.3

Þeir sem eignast himininn munu leggja sig alla fram og starfa af þolgæði svo að þeir geti uppskorið ávöxt erfiðis síns. Það er hönd sem mun opna upp á gátt hlið paradísar fyrir þeim sem hafa staðist próf freistinganna og varðveitt samviskuna með því að segja skilið við heiminn, heiður hans og lof vegna elsku Krists og með því játað hann fyrir mönnum og beðið í allri þolinmæði eftir því að hann játi þá fyrir föðurnum og fyrir heilögum englum. 34 DL 324.4

Varðveitið samvisku ykkar svo þið getið heyrt hið minnsta hvísl þeirrar raddar sem talaði ólíkt öllum mönnum. 35 DL 324.5