Daglegt Líf
SIGUR KRISTS EINS ALGJÖR OG ÓSIGUR ADAMS, 15. nóvember
Því ad eins og hinir mörgu urðu að syndurum fyrir óhlýðni hins eina manns, þannig munu og hinir mörgu verða réttlœttir fyrir hlýðni hins eina. Róm. 5, 19 DL 325.1
Kristur er kallaður hinn annar Adam. Tengdur Gudi og elskaður af honum byrjaði hann í hreinleika og heilagleika þar sem hinn fyrri Adam byrjaði. Af fúsum og frjálsum vilja vildi hann horfast í augu við það sama sem felldi Adam en hann bætti úr mistökum Adams. DL 325.2
En hinn fyrri Adam var í öllu tilliti betur settur en Kristur. Guð elskaði manninn og sá undursamlega fyrir öllu í Eden hvað hann snerti. Allt í náttúrunni var hreint og óflekkað... ekki bar skugga á milli þeirra (Adams og Evu) og skapara þeirra. Þau þekktu Guð sem gæskuríkan föður og vilji þeirra var að öllu leyti í samræmi við vilja Guðs... DL 325.3
En Satan kom til hjónanna í Eden og kom inn efasemdum um visku Guðs. Hann ásakaði hann, hinn himneska föður og alvalda, um eigingirni af því að hann hafði bannað þeim að eta af skilningstrénu til að prófa hlýðni þeirra... DL 325.4
Satan freistaði Krists hundrað sinnum sterkar en Adams og undir mun erfiðari kringumstæðum. Svikarinn sýndi sig sem ljóssins engil en Kristur stóðst freistingar hans. Hann bætti fyrir smánarlegt fall Adams og frelsaði heiminn... DL 325.5
Í mannlegu eðli sínu hélt hann við hreinleika guðlegs lundernis sins. Hann hlýddi lögmáli Guðs í lífi sínu og heiðraði það í heimi þar sem afbrotin óðu uppi og opinberaði fyrir alheimi Guðs, fyrir Satan og föllnum sonum og dætrum Adams að mannkynið getur haldið lögmál Guðs fyrir náð hans. Hann kom til þess að gefa af guðlegu eðli sínu, láta mynd sína í té hinni iðrandi og trúuðu sál. 36 DL 325.6
Sigur Krists var eins algjör og mistök Adams höfðu verið. Þannig getum við staðið gegn freistingunni og neytt Satan til þess að víkja frá okkur. 37 DL 325.7