Daglegt Líf

318/366

GANGIÐ Í LJÓSINU, 13. nóvember

Send ljós þitt og trúfesti þína,þau skulu leiða mig. Þau skulu fara með mig til fjallsins þíns helga og til bústaðar þíns. Sálm. 43, 3 DL 323.1

A þessum hættutímum ættum við að gæta þess vandlega að hafna ekki neinum gljósgeislum sem himinninn af náð sinni sendir okkur því að það er vegna þeirra sem við megnum að greina tálsnörur óvinarins. Við þörfnumst ljóss frá himnum á hverri stundu til þess að við getum greint á milli hins heilaga og almenna, hins eilífa og tímanlega. Séum við ein eftir skilin munum við blunda í hverju skrefi. Við munum hneigjast að heiminum, við munum sneiða hjá sjálfsafneitun og ekki sjá neina nauðsyn þess að vaka og biðja og Satan mun fjötra okkur að vild sinni. Í dag eru sumir í þessari aðstöðu. Þar sem þeir hafa hafnað ljósinu sem Guð hefur sent þeim vita þeir ekki af hverju þeir hrasa. DL 323.2

Allir þeir sem munu að lokum eiga nöfn sín rituð í lífsbók lambsins munu heyja karlmannlega orustu Drottins. Þeir munu keppa að því að greina freistingarnar og sigra þær og allt það sem illt er. Þeir munu finna að augu Guðs hvíla á þeim og ströngustu trúmennsku er krafist. Sem trúir verðir munu þeir halda öllum leiðum lokuðum svo að Satan komist ekki að í gervi ljósengils til að vinna verk dauðans á meðal þeirra... DL 323.3

Hinir hvítklæddu sem standa umhverfis hásæti Guðs eru ekki í hóp þeirra sem elskuðu munaðarlífið meira en Guð og kusu að láta berast með straumnum fremur en að hamla í gegn andstöðunni. Allir þeir sem reynast sannir og óspilltir af þeim anda og áhrifum sem ráða á þessum tíma munu lenda í erfiðu stríði. Þeir munu ganga í gegnum mikla þrengingu. Þeir munu þvo skikkjur lundernis síns og hvítfága þær í blóði lambsins. Þeir munu syngja sigursöng í ríki dýrðarinnar. 33 DL 323.4