Daglegt Líf

317/366

VERIÐ FASTIR, ÓBIFANLEGIR, 12. nóvember

Þess vegna mínir elskuðu brœður, verið fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins, vitandi að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. 1. Kor. 15, 58 DL 322.1

Þeir sem verja heiður Guðs og viðhalda hreinleika sannleikans hvað sem það kostar munu hafa margar reynslur eins og frelsarinn í eyðimörk freistinganna. En þeir sem eru eftirgefanlegir og hafa ekki hugrekki til að fordæma hid illa, heldur þegja, þegar þörf er á áhrifum þeirra til að verja réttlæti gegn ágengni geta komist hjá mörgum hjartasorgum og umflúið marga erfiðleika en verða af mjög ríkulegum launum ef þeir glata ekki sálum sínum. DL 322.2

Þeir sem í samræmi við Guð og fyrir trú á hann öðlast styrk til að stríða gegn hinu illa og verja hið rétta munu ávallt hafa mikla erfiðleika og munu oft þurfa að standa næstum því einir. En þeir munu vinna dýrmæta sigra meðan þeir byggja traust sitt á Guði. Náð hans mun vera styrkur þeirra. Siðferðisskyn þeirra mun verða skarpt, skýrt og nákvæmt. Siðferðiskraftar þeirra mun vera nægir til að hamla í gegn röngum áhrifum. Þeir munu verða sannheiðarlegir eins og Móse. 30 DL 322.3

Það mun krefjast siðferðislegs hugrekkis að vinna Guðs verk án þess að hvika. Þeir sem gera þetta geta ekki gefið sjálfselskunni neitt rúm, sjálfsmeðaumkun , metnaði, hóglífi eða löngun til þess að sniðganga krossinn... Eigum við að hlýða raustu hans eða eigum við að leggja eyru við mjúkmælgi hins illa og verða svæfð dauðasvefni rétt við þröskuld eilífðarinnar? 31 DL 322.4

Frelsari okkar þráir að bjarga hinum ungu... hann bíður þess að setja kórónu lífsins á höfuð þeirra og tjá Guði og lambinu heiður, dýrð og tign í sigursöng sem bergmála mun og enduróma í himinsölum. 32 DL 322.5