Daglegt Líf

297/366

KRISTS VAR FREISTAÐ EINS OG OKKAR, 23. október

Því að ekki höfum vér pann œðsta prest er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann er freistað var á allan hátt eins og vor, án syndar. Hebr. 4, 15 DL 302.1

Koma Krists í heiminn var mikill viðburður, ekki aðeins fyrir þennan heim, heldur allar veraldir í alheimi Guðs. Hann kom til að taka á sig okkar eðli, að vera freistað á allan hátt eins og okkar en gefa okkur samt fordæmi um fullkominn hreinleika og óflekkaða skapgerð. Þar sem hans var freistað á allan hátt eins og okkar hefur hann samúð með okkur. Hann finnur til með börnum og ungmennum og veit hvernig á að hjálpa þeim því að hann var líka barn og hann skilur hverja reynslu og freistingu sem börn verða fyrir... DL 302.2

I augum hans tindraði sá kærleikur sem leiddi hann til að yfirgefa himinsali og koma til jarðarinnar til þess að deyja í stað syndarans... Hann hafði ekki aðeins samúð með þeim og elskaði ekki aðeins þá sem leituðust við að vera hlýðnir og ástríkir heldur einnig þá sem voru villuráfandi og þverúðarfullir. Jesús hefur ekki breyst. Hann er sá sami í gær og í dag og um aldir og hann elskar enn hina villuráfandi og hefur samúð með þeim og leitast við að draga þá nær sér svo hann geti gefið þeim guðlega hjálp. Hann veit að djöfullegur kraftur berst í hverri sál og leitast við að ná yfirhöndinni. En Jesús kom til þess að brjóta á bak aftur vald Satans og leysa bandingja. DL 302.3

Lunderni föðurins var opinberað í Kristi. Þegar börn litu á ásjónu hans sáu þau hreinleika og gæsku skína úr augum hans. I andliti hans mátti sjá blíðu, hógværð, kærleika og mátt. En þó að hvert orð, öll látbrögð og allt svipmót hans bæri vott um guðlegt vald hans einkenndi auðmýkt hegðun hans og framkomu. Hann kom aðeins í einum tilgangi og það var að bjarga hinu týnda. 63 DL 302.4