Daglegt Líf
KRISTUR Í MÉR, VON DÝRÐARINNAR, 24. október
Hann vildi gjöra kunnugt, hvílíkur er dýrðarríkdómur þessa leyndardóms meðal heiðinna þjóða sem er Kristur meðal yðar (í yður), von dýrðarinnar. Kól. 1, 27 DL 303.1
“Kristur í yður, von dýrðarinnar.” Þekking á þessum leyndardómi er lykill að öllum öðrum leyndardómum. Hún opnar sálinni fjársjóði alheimsins, möguleika óendanlegs þroska. DL 303.2
Og þessi þroski fæst fyrir það að stöðugt er lokið upp fyrir okkur þekkingu á lunderni Guðs — dýrð og leyndardómi hins ritaða orðs. Væri okkur kleift að öðlast fullkominn skilning á Guði og orði hans væri ekki fyrir okkur um frekari uppgötvun sannleikans að ræða, engin frekari þekking, enginn frekari þroski. Guð hætti þá að vera æðstur og mestur og maðurinn mundi ekki taka meiri framförum. Guði séu þakkir að svo er ekki. Þar sem Guð er óendanlegur og í honum eru allir fjársjóðir spekinnar getum við leitað um alla eilífð, ávallt verið að læra en samt ekki þurrausið ríkdóm visku hans, gæsku og máttar. 64 DL 303.3
Sá sem leitar eftir hjálpræði Guðs þarf að hafa til að bera sama ákafann og einlægnina eins og hann hefði í leit eftir heimslegum fjársjóði og þá mundi markinu náð... DL 303.4
Allir sem eru hluttakendur í hjálpræði hans hér og vonast til að eiga þátt í dýrð Guðs ríkis hér á eftir verða að samansafna með Kristi. Hver um sig verður að skoða sjálfan sig ábyrgan fyrir eigin máli... Ef þessir halda áfram að ganga á vegi Krists verður Jesús í þeim von dýrðarinnar og þeir munu hafa unun af því að færa honum lof svo að þeir geti endurnærst. Málefni meistara þeirra verður þeim kært og nálægt hjarta þeirra... Sérhver kristinn maður verður að vaxa í styrk og nota alla hæfileika sína í málefni Guðs. 65 DL 303.5
Líf hins sanntrúaða manns opinberar frelsarann sem býr hið innra... Allt líf hans var vitnisburður um kraft náðar Krists. 66 DL 303.6