Daglegt Líf
KRISTUR VAR HLÝÐINN, 22. október
Og hann fór heim með þeim og kom til Nazaret og var þeim hlýðinn. Og móðir hans geymdi öll þessi orð í hjarta sínu. Og Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum. Lúk. 2, 51. 52 DL 301.1
Þó að Kristur gegndi heilögu starfi og hefði háleitt samband við Guð sem hann vissi vel um var hann ekki upp yfir það hafinn að framkvæma vanaleg skyldustörf lífsins. Hann var skapari heimsins en samt viðurkenndi hann skyldur sínar til jarðneskra foreldra sinna og þegar skyldan kallaði sneri hann samkvæmt ósk foreldra sinna með þeim frá Jesúsalem eftir páskana og var þeim undirgefinn. DL 301.2
Hann beygði sig undir aga foreldravaldsins og beygði sig undir skyldur sonar, bróður, vinar og borgara. Hann uppfyllti skyldur sínar við jarðneska foreldra sína með háttsemi og virðingu. Hann var hátign himnanna. Hann hafði verið hinn mikli foringi á himnum. Englar höfðu unun af að hlýða skipunum hans. Og nú var hann auðmjúkur þjónn, glaðvær og hlýðinn sonur. DL 301.3
Ekki var hægt með neinum áhrifum að hvika Jesú frá því að þjóna af trúmennsku eins og ætlast var til af syni. Ekki var takmark hans að gera neitt eftirtektarvert eða greina sjálfan sig frá öðrum ungmennum eða boða öðrum himneskan uppruna sinn. Jafnvel vinir hans og ættingjar sáu engin sérstök einkenni um guðdómleika hans öll þau ár sem hann dvaldi á meðal þeirra Kristur var kyrrlátur, fórnfus, blíður, glaðvær, vingjarnlegur og ávallt hlýðinn. DL 301.4
Það er þýðingarmikil lexía sem foreldrar og börn geta lært af því að ritningarnar segja lítið um bernsku og æskuár Krists. Hann var fordæmi okkar í öllum hlutum. Það að lítil athygli er vakin á bernskuog æskuárum Krists er talandi dæmi til foreldra jafnt sem barna um það að því kyrrlátar og hljóðlátar sem bernska og æska fá að líða þeim mun náttúrlegra og öruggara verður það fyrir börnin og hagstæðara fyrir myndun hreinnar lyndiseinkunnar. 62 DL 301.5