Daglegt Líf
LÍFSFYLLING Í KRISTI, 18. október
Ég er kominn til þess að þeir hafi líf og hafi nœgtir. Jóh. 10, 10 DL 297.1
Allar skapaðar verur lifa samkvæmt vilja og mætti Guðs. Þær veita viðtöku lífi sonar Guðs. Hversu duglegar og hæfileikamiklar sem þær eru hljóta þær allar lífið frá uppsprettu alls lífs. Hann er uppsprettan, lind lífsins. Hann sem einn er ódauðlegur og býr í ljósi og á lífið gat sagt: “Ég hefi vald til að leggja líf mitt í sölurnar og ég hefi vald til að taka það aftur... DL 297.2
Kristur hafði rétt á að veita ódauðleika. Lífið sem hann hafði lagt í sölurnar meðan hann var maður tók hann aftur og gaf mannkyninu. “Ég er kominn,” segir hann, “til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir.. DL 297.3
Allir sem eru eitt með Kristi fyrir trú á hann öðlast reynslu til eilífs lífs... “Ég lifi og þér munuð lifa.” DL 297.4
Kristur var eitt með mannkyninu til þess að mannkynið geti orðið eitt í Anda og lífi með honum. Fyrir þetta samband í hlýðni við orð Guðs verður líf hans þeirra líf. Hann segir við iðrandi syndara: “Ég er upprisan og lífið.” Kristur lítur á dauðann sem svefn — þögn, myrkur, svefn. Hann telur hann ekki alvarlegs eðlis. “Hver sem lifir og trúir á mig,” segir hann, “mun aldrei að eilífu deyja.”... Og fyrir hinum trúaða er dauðinn þýðingarlítill. Honum er dauðinn aðeins svefn. 56 DL 297.5
Sami krafturinn sem vakti Krist upp frá dauðum mun vekja söfnuð hans og vegsama hann með Kristi sem brúði hans ofar öllum tignum og völdum, ofar hverju nafni sem nefnt er ekki aðeins í þessum heimi heldur einnig í himinsölum, heiminum hið efra. Sigur sofandi helgra manna verður dýrðlegur á upprisumorgninum. 57 DL 297.6