Daglegt Líf

291/366

GUÐ Í NÁTTÚRUNNI, 17. október

Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngerir verkin hans handa. Sálm. 19, 1 DL 296.1

Guð hefur umlukið okkur fögru landslagi til að vekja athygli okkar og áhuga. Það er ætlun hans að við tengjum dýrð náttúrunnar skapgerð hans. Ef við rannsökum trúlega bók náttúrunnar munum við finna í henni hvata til þess að íhuga hinn óendanlega kærleika og mátt Guðs... DL 296.2

Litameistarinn mikli hefur málað á breytilegan dúk himinsins dýrðarfegurð sólarlagsins. Hann hefur skreytt himnana gulli, silfri og skarlati eins og hlið himinsins væru opin upp á gátt og við gætum skoðað skinið þaðan og ímyndað okkur dýrðina fyrir innan. Margir snúa sér í sinnuleysi frá þessari himnesku mynd. Þeir koma ekki auga á hinn óendanlega kærleika og mátt Guðs í fegurðarljóma himnanna en falla næstum því í stafi þegar þeir skoða ófullkomin málverk, eftirlíkingu af meistara listamannanna. DL 296.3

Endurlausnari heimsins valdi að láta í té fræðslu sína undir berum himni... Hann valdi lundina og ströndina þar sem hann hafði gott útsýni yfir landslagið svo að hann geti skýrt þýðingarmikil sannindi Guðs ríkis með verkum Guðs í náttúrunni. 53 DL 296.4

Lítið á undursamlega og fagra náttúruna. Hugsið um það hversu hún er yndislega til þess löguð að bæta úr þörfum og stuðla að hamingju, ekki aðeins mannsins, heldur allra lifandi skepna. Sólskinið og regnið sem gleðja og endurnæra jörðina, hæðimar, hafið og slétturnar — allt talar þetta um kærleika frelsarans. Það er Guð sem lætur blómknappinn blómgast og blómið verða að ávexti. Það er hann sem bætir úr daglegum þörfum allra skepna sinna. 54 DL 296.5

Hjartað slær hraðar og um það fer nýr og dýpri kærleikur samfara lotningu er við leiðum hugann að Guði í náttúrunni. 55 DL 296.6