Daglegt Líf
SANNLEIKURINN HREINSAR, 16. September
Þegar þér þvi hafið hreinsað sálir yðar í hlýðni við sannleikann’ til hrœsnislausrar bróðurelsku, þá elskið hver annan innilega af hjarta. 1. Pét. 1, 22 DL 265.1
Liljan við vatnið skýtur rótum sínum djúpt undir yfirborð sora og leðju og dregur í gegnum gljúpan stöngulinn efni sem munu stuðla að þroska hennar og leiða fram í dagsljósið lýtalaust blóm hennar sem mun hvíla í hreinleika á barmi vatnsins. DL 265.2
Hún afneitar öllu því sem gæti spillt eða sett blett á lýtalausa fegurð hennar... Unga fólkið ætti að eignast félagsskap þeirra sem óttast og elska Guð því að liljan sem opnar hreint blóm sitt í barmi vatnsins er fulltrúi fyrir þessa göfugu og staðföstu menn. Þeir neita að láta mótast af á hrifum sem spilla og taka aðeins til sín það sem leiðir til þroska hreinnar og göfugrar lyndiseinkunnar. Þeir leitast við að líkjast hinni guðlegu fyrirmynd. 34 DL 265.3
Að mati Guðs er hreint hjarta dýrmætara en Ófírgull. Hreint hjarta er musteri sem Guð dvelur í, helgidómur þar sem Kristur tekur sér bólfestu. Hreint hjarta er ofar öllu sem er lítilfjörlegt eða lágkúrulegt. Það er skínandi ljós, sjóður sem send eru frá göfgandi og helgandi orð. Það er staður þar sem líkingamál Guðs er skilið og þar sem æðsta ánægja er í því fólgin að sjá mynd hans. Það er hjarta sem finnur alia ánægju sína og einu ánægjuna og fullnægjuna í Guði og allar hugsanir þess og ætlanir og tilgangur snúast um guðrækni. Slíkt hjarta er helgur staður. Það er sjóður allra dyggða... DL 265.4
Jafnvel hugsun þeirra sem eiga hreint hjarta er beygð til hlýðni við Krist. Hugur þeirra snýst um það að vegsama Guð sem mest. 35 DL 265.5
Það verður þá eins eðlilegt fyrir okkur að leita hreinleika og heilagleika... eins og það er fyrir engla dýrðarinnar að framkvæma þau kærleiksverk sem þeim eru sett. 36 DL 265.6