Daglegt Líf
KRISTUR ER SANNLEIKURINN, 13. September
Jesús sagði við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn madur kemur til föðurins nema fyrir mig. Jóh. 4, 16 DL 262.1
Þegar Kristur beygði sig niður á bökkum Jórdanar eftir skírn sína opnaðist himininn og Andi Guðs steig niður í dúfulíki, eins og brennt gull og umlukti hann með dýrð sinni. Og raust Guðs heyrðist frá hæðum segja: “Þetta er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.” Fyrir bæn Krist vegna mannsins opnaðist hlið himinsins og faðirinn hafði svarað og veitti viðtöku bæninni fyrir föllnu mannkyni. Jesús bað sem fulltrúi okkar og öryggi og nú gat mannkynið fundið aðgang að föðurnum fyrir verðleika hans elskaða sonar. Vegna afbrotanna höfðu rofnað tengslin milli jarðar og himins. Samband hafði stöðvast milli mannsins og skapara hans. En vegurinn hafði verið opnaður til þess að hann gæti snúið aftur til föðurhúsanna. Jesús er “vegurinn, sannleikurinn og lífið.” Hlið himinsins hafði verið opnað upp á gátt og birtan frá hásæti Guðs skin inn í hjörtu þeirra sem elska hann jafnvel þótt þeir búi á syndum spilltri jörð. Ljósið sem umlykur son Guðs mun falla á braut allra þeirra sem feta í fótspor hans. Það er engin ástæða til þess að vera hugdeigur. Fyrirheit Guðs eru örugg og staðföst. DL 262.2
“Og skiljið yður frá þeim, segir Drottinn, og snertið ekki neitt óhreint og ég mun taka yður að mér og ég mun vera yður faðir og þér munið vera mér synir og dætur, segir Drottinn alvaldur.” Viljið þið verða synir og dætur hins alvalda?... Þið getið komið til föðurins í nafni sonar hans og Jesús mun bera ykkur fram fyrir hásæti óendanlegs máttar án tillits til þess hversu slitróttar og veikar bænir ykkar eru og það ljós sem skein á hann mun endurspeglast á ykkur. Við ykkur verður tekið í hinum elskaða syni Guðs. 25 DL 262.3