Daglegt Líf

256/366

DROTTINN HELGAR ÞÁ SEM HVÍLDARDAGINN HALDA, 12. September

Fyrir því gaf ég þeim og hvíldardaga mína til þess ad þeir vœru tákn milli mín og þeirra svo þeir gœtu vitað að ég er Drottinn sá sem helgar þá. Esek. 20, 12 DL 261.1

Dagur Drottins sem Jóhannes nefnir var hvíldardagurinn, sá dagur sem Jehóva hvíldist á eftir hið mikla sköpunarverk og hann blessaði og helgaði af því að hann hvfldist á honum. Jóhannes hélt hvíldardaginn helgan á eyjunni Patmos á sama hátt og á meðan hann var á meðal fólksins og prédikaði á þeim degi. Þarna hafði Jóhannes bera klettana í kringum sig og minntu þeir hann á Hórebfjall þegar Guð sagði er hann mælti lög sín til fólksins þar: “Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.” DL 261.2

Sonur Guðs talaði til Móse af fjallstindinum. Guð gerði klettana að helgidómi sínum. Musteri hans voru hæðirnar eilífu. Löggjafinn guðlegi steig niður á fjallstindinn til að mæla fram lögmál sitt í áheyrn alls fólksins svo að það orkaði á það þegar máttur hans og dýrð birtist í tign og veldi og það forðaðist að brjóta boðorð hans... Lögmál Guðs var óumbreytanlegt og töflurnar sem hann ritaði lög sín á voru úr steini sem átti að tákna óumbreytanleik boðorða hans. Hórebfjall varð helgur staður öllur þeim sem elska og virða boðorð Guðs. DL 261.3

Meðan Johannes var að hugleiða það sem gerðist á Hórebfjalli kom Andi hans sem helgaði sjöunda daginn yfir hann. Hann hugleiddi synd Adams er hann braut guðleg boð og hinar hræðilegu afleiðingar þess brots. Svo virtist sem ékki væri hægt að tjá á mannlegri tungu hinn óumbreytanlega kærleika Guðs er hann gaf son sinn til þess að endurleysa glatað mannkyn. Eins og hann segir í bréfí sinu kallar hann á söfnuðinn og heiminn til þess að skoða hann. 23 DL 261.4

Allir þeir sem virða hvíldardaginn sem tákn milli þeirra og Guðs... munu sýna í lífi sinu meginreglur stjórnar hans. Þeir munu iðka í daglegu lífí lögmál ríkis hans. Daglega mun það vera bæn þeirra að helgun hvíldardagsins megi hvfla yfir þeim. 24 DL 261.5