Daglegt Líf
VEITIÐ FÓLKI LÍFSINS VATN, 11. ágúst
En hvern þann sem drekkur af vatninu sem ég mun gefa honum mun aldrei að eilífu þyrsta heldur mun vatnið sem ég mun gefa honum verða í honum að lind er sprettur upp til eilífs lífs. Jóh. 4, 14 DL 229.1
Þegar Kristur átti samtal við samversku konuna talaði hann ekki niðrandi um Jakobsbrunninn heldur bauð henni eitthvað betra... Hann beindi samtalinu að þeim fjársjóði sem hann hafði að veita og bauð konunni eitthvað betra en hún átti, já, lifandi vatn, fögnuð og von fagnaðarerindisins. 20 DL 229.2
En hve Kristur sýndi mikinn áhuga á þessari einu konu! En hve hann var mælskur og ákafur í orðum! Þegar konan hlýddi á hann skildi hún eftir skjólu sína og fór inn í borgina og sagði við þá sem urðu á vegi hennar: “Komið og sjáið mann sem sagði mér allt sem ég hefi aðhafst. Ætli þessi maður sé ekki Kristur?” Við lesum um það að margir Samverjar í þeirri borg trúðu á hann og hver getur metið áhrif þau sem þessi orð hafa haft til frelsunar sálna á þeim árum sem síðan eru liðin! 21 DL 229.3
Jesús komst í persónulega snertingu við menn. Hann stóð ekki í fjarlægð áhugalaus fyrir þörfum þeirra sem þurftu á hjálp hans að halda. Hann gekk inn í heimili manna, huggaði hina sorgmæddu, læknaði sjúka og vakti kærulausa og gekk um kring og gerði gott. Og ef við fetum í fótspor Jesú verðum við að gera eins og hann gerði. Við verðum að veita mönnum sams konar hjálp og hann gerði. 22 DL 229.4
Drottinn vill að náðarorð hans sé fært heim til hverrar sálar. Þetta verður að framkvæma að miklu leyti með persónulegu starfi. Þetta var aðferð Krists. Starf hans fólst að miklu leyti í persónulegum viðtölum. Hann mat það mikils þegar hann hafði einn mann sem áheyranda. Með tilstilli þeirrar einu mannveru barst boðskapurinn oft til þúsunda... Það er fjöldinn allur sem fagnaðarerindið mun aldrei ná til nema það sé fært heim til þeirra. 23 DL 229.5