Daglegt Líf
LINIÐ ÞJÁNINGAR MANNA, 10. ágúst
Og hann sendi þá út til þess að prédika guðsríki og til þess að lækna sjúka. DL 228.1
Kristur stofnaði bráðabirgðasjúkrahús á grænum hæðum Galíleu og hverjum þeim stað þar sem sjúkir og þjáðir gátu komið til hans. Í hverri borg, hverjum bæ og þorpi sem hann fór um lagði hann hendur sínar á hina hrjáðu eins og blíður og ástríkur faðir og gerði hið sjúka heilt. Kristur hefur gert söfnuði sínum kleift að vinna sama verk. 16 DL 228.2
Við lok starfstíma Krists á jörðinni þegar hann fól lærisveinum sínum að “fara út um allan heiminn og prédika fagnaðarerindið hverri skepnu,” lýsti hann því yfir að starf þeirra hlyti staðfestingu fyrir lækningu sjúkra. “Þeir munu leggja hendur yfir sjúka,” sagði hann “og þeir munu verða heilir.” Mark. 16,15.18. Með því að lækna í hans nafni líkamlega sjúkdóma munu þeir bera vitni um kraft hans til að lækna sálina. DL 228.3
Boð frelsarans til lærisveinanna um að fara út um allan heiminn nær til allra trúaðra til endalokanna... Aldrei hefur þörf heimsins á lækningu og fræðslu verið meiri en hún er í dag. Heimurinn er fullur af þeim sem þarfnast þjónustu — veikbyggðum, hjálparvana, fáfróðum og spilltum. 17 DL 228.4
Fólk Guðs á að vera sannir trúboðar á heilbrigðissviðinu. Það á að læra að sinna þörfum sálar og líkama. Það ætti að kynna að láta í té einfalda meðhöndlun sem á svo ríkan þátt í því að lina þjáningar og fjarlægja sjúkdóma. Það ætti að þekkja meginreglu heilsuumbótar svo það geti sýnt öðrum hvernig það geti með réttum matarog drykkjarvenjum og klæðaburði komið í veg fyrir sjúkdóma og endurheimt heilsu... Læknirinn mikli mun blessa hvern þann sem gengur fram í auðmýkt og trausti og leitast við að veita öðrum sannleikann fyrir þennan tíma. 18 DL 228.5
Í sérstöku tilliti er lækning sjúkra okkar verk. 19 DL 228.6