Daglegt Líf

214/366

ÁGÚST—LÍF ÞJÓNUSTU

GUÐ FULLKOMNAR MIG í ÖLLU GÓÐU, 1. ágúst

En Guð friðarins er leiddi aftur fram frá dauðum hinn mikla hirði sauðanna með blóði eilífs sáttmála, Drottin vorn Jesúm, hann fullkomni yður í öllu góðu til að gjöra vilja hans og komi því til leið ar í oss sem þóknanlegt er í hans augum, fyrir Jesúm Krist. Honum sé dýrð um aldir alda. Amen. Hebr. 13, 20-21 DL 219.1

Trúin á Jesúm Krist merkir annað og meira en orðin tóm. Réttlæti Krists felur í sér réttar afhafnir og góð verk sem sprottin eru af hreinum og óeigingjörnum hvötum... Kristur kom til þess að gjöra vilja föðurins. Fetum við í fótspor hans? Allir sem nefnt hafa nafn Krist ættu stöðugt að sækjast eftir nánari kynnum af honum svo þeir geti gengið leið lífsins eins og hann gekk hana og gert verk Krists... DL 219.2

Það er einmitt það verk sem við vinnum eða látum ógert sem hefur gífurleg áhrif í líf okkar og örlög. Guð ætlast til þess að við notum hvert tækifæri sem okkur býðst til þess að vera nytsöm. 1 DL 219.3

Við eigum að framkvæma þær skyldur sem Drottinn leggur okkur á herðar. Við eigum ekki að taka þær sem leiðinlegar athafnir heldur sem kærleiksþjónustu. Leggðu í starf þitt bestu hæfileika þína og tilfinningar og þú munt komast að raun um að Kristur er með þér í því. Návist hans mun gera starf þitt létt og hjarta þitt mun fyllast fögnuði. Þú munt starfa í samræmi við Guð og í hlýðni, kærleika og trúnaði. Við eigum að vera einlægir kristnir menn og ákafir og vinna með trúmennsku það verk sem okkur er lagt á herðar. 2 DL 219.4

Hver sá sem tendrar lampa sinn af altari Guðs mun halda honum fast. Hann notar ekki óvígðan eld á reykelsisker sitt heldur heilagan eld sem logar fyrir mátt Guðs dag og nótt. Þeir sem ganga í fótspor Jesú, sem beygja líf sitt undir leiðsögn hans og leggja það í þjónustu hans, hafa olíu í kerum sínum ásamt lömpum sínum. DL 219.5