Daglegt Líf

213/366

VER FÉLAGI ÞEIRRA SEM ELSKA GUÐ, 31. júlí

Ég er félagi allra þeirra er óttast þig og varðveita fyrirmœli þín. Sálm. 119, 63 DL 218.1

Það mun ávallt vera greinilegur munur á milli samkoma fylgjenda Krists til kristilegrar upplyftingar og heimslegra skemmtistaða Í stað bænar og þess að nefna nafn Krist og helga hluti mun heyrast af vörum heimshyggjumannsins heimskulegur hlátur og léttúðugt tal. Hugmynd þeirra er að hafa fjör. Skemmtanir þeirra hefjast með heimskupörum og enda í hégóma. Við viljum að samkomum okkar sé þannig hagað og að við hegðum okkur á þann veg að þegar við snúum heim aftur getum við haft hreina samvisku gagnvart Guði og mönnum, meðvitund um það að við höfum ekki saert eða skaðað á neinn hátt þá sem við höfum haft samfélag við eða haft skaðleg áhrif á þá. 92 DL 218.2

Við tilheyrum þeim hóp manna sem trúir því að það séu forréttindi okkar að vegsama Guð á jörðinni á hverri stundu, að við eigum ekki að lifa í þessum heimi til þess að skemmta sjálfum okkur, til þess að geðjast okkur sjálfum. Við erum hér til þess að verða samferðamönnunum til gagns og verða blessun fyrir samfélagið. 93 DL 218.3

Þeir sem í sannleika elska Guð munu ekki sækja samfélag þeirra sem elska ekki Jesúm. Þeir munu finna að kristilegt samfélag og samtal er næring fyrir sálina og að þeir í samfélaginu við þá sem elska Guð geta andað að sér andrúmslofti himinsins. Kristnir menn munu sýna hver öðrum kærleika og samúð. Sú hvatning sem hver veitir öðrum, virðingin sem hver sýnir öðrum, hjálpin, fræðslan, ávíturnar, aðvaranirnar og kristilegar leiðbeiningar sem ættu að eiga sér stað á meðal fylgjenda Krists munu styðja þá í andlegri rey nslu þeirra því að kristilegt samfélag er samkvæmt áformi Guðs... þeir munu taka tillit til allra sem eiga svipaða trú og munu laðast að þeim sem elska Guð. Samfélag þeirra mun vera þess eðlis sem heimurinn þekkir ekki til. 94 DL 218.4