Daglegt Líf

205/366

JESÚS OG VINIR HANS í BETANÍU, 23. júlí

En Jesús elskaði þau Mörtu og systir hennar og Lazarus. Jóh. 11, 5 DL 210.1

það var eitt heimili sem hann elskaði að heimsækja — heimili Lazarusar og Maríu og Mörtu því að í andrúmslofti trúar og kærleika fann andi hans hvíld. 65 DL 210.2

Lazarus frá Betaníu var meðal hinna staðföstustu lærisveina Krists. Allt frá fyrstu fundum þeirra hafði trú hans á Guð verið sterk. Kærleikur hans til Krists var djúpur og frelsarinn elskaði hann innilega. Stærsta kraftaverk Krists var framkvæmt fyrir Lazarus. Frelsarinn blessaði alla þá sem leituðu hjálpar hans. Hann elskar allt mannkynið en sumum er hann bundinn einkar nánum böndum. Hjarta hans var tengt sterkum kærleiksböndum fjölskyldunni í Betaníu og dásamlegasta verk hans var framkvæmt fyrir einn úr henni. DL 210.3

A heimili Lazarusar fann Jesu oft hvíldarstað. Frelsarinn átti ekki sjálfur heimili. Hann var háður gestristni vina sinna og lærisveina og oft þegar hann var þreyttur og þyrsti eftir mannlegu samfélagi hafði hann verið feginn að flýja í skjól þessa friðsæla heimilis, í burtu frá öfund og tortryggni reiðra farísea. Þar fann hann sig einlæglega boðinn velkominn, fann hreina og heilaga vináttu. Þar gat hann talað blátt áfram og algjörlega frjáls vitandi það að orð hans yrðu skilin og metin. DL 210.4

Frelsari okkar mat kyrrlátt heimili og áhugasama hlustendur. Hann þráði mannlega blíðu, kurteisi og ástúð. Þeir sem tóku við himneskri fræðslu þeirri sem hann var ávallt tilbúin til að veita hlutu mikla blessun... Mannfjöldinn var seinn til að heyra en á heimilinu í Betaníu fann Kristur hvíld frá hinni þreytandi baráttu opinbers lífs. Hér opnaði hann vegi forsjónarinnar fyrir áhugasömum áheyrendum. Í þessum einkasamtölum opinberaði hann áheyrendum sínum það sem hann reyndi ekki að segja öllum lýðnum. Hann þurfti ekki að tala við vini sína í dæmisögum. 66 DL 210.5