Daglegt Líf
HEIMSÆKJA HVERT ANNAÐ, 22. júlí
Slíkt mœla þeir hver við annan sem óttast Drottinn og Drottinn gefur gœtur að því og heyrir það og frammi fyrir augliti hans er rituö minnisbók fyrir þá er óttast Drottinn og virða nafn hans. Og þeir skulu vera mín eign segir Drottinn hersveitanna á þeim degi sem ég hefst handa og ég mun vœgja þeim eins og maður vœgir syni sinum sem þjónar honum. Malakía 3, 16.17 DL 209.1
Við höfum hvert fyrir sig ábyrgð gagnvart Guði, starf sem við verðum hvert okkar að vinna sem enginn getur gert fyrir okkur. Það er að gera heiminn betri með orðum okkar, persónulegri viðleitni og fordæmi. Við eigum að rækta með okkur mannblendni en ekki bara til skemmtunar heldur með ákveðinn tilgang í huga. Það eru sálir sem þarf að bjarga... Samneyti okkar við aðra ætti að einkennast af alvöru og himneskum anda. Samtal okkar ætti að snúast um það sem himneskt er... DL 209.2
Hvað er verðugra til þess að fylla hugann en hjálpræðisáformið. Það er ótaemandi efni. Kærleiki Krists, hjálpræðið sem föllnum manni stendur til boða fyrir óendanlegan kærleika hans, heilagleiki hjartans, hin dýrmæti frelsunarboðskapur fyrir þessa síðustu daga, náð Jesú Krists — þetta eru efni sem ættu að örva sálina og fá hina hjartahreinu til að finna þá gleði sem lærisveinarnir fundu þegar Jesús kom og gekk með þeim á leiðinni til Emmaus. Sá sem hefur bundið ást sína við Krist mun leitast við að stuðla að þess konar helgu samfélagi og mun öðlast guðlegan styrk fyrir slíkt samneyti... Þegar sannleikur Guðs er ráðandi meginregla í hjartanu verður það eins og lifandi uppspretta. Tilraunir kunna að verða gerðar til þess að bæla hann niður en þá mun hann koma fram á öðrum stað. Hann er til staðar og þá er ekki hægt að knésetja hann. Sannleikurinn í hjartanu er uppspretta lífsins. Hann endurnærir hinn þreytta, heldur aftur af illum hugsunum og tjáningum og fær allt til þess að vaxa og dafna... Hamingja þeirra mun felast í því... að eiga Jesúm og kærleika hans. 64 DL 209.3