Daglegt Líf
TIL AÐ EIGA VINI VERÐUM VIÐ AÐ VERA VINGJARNLEG, 19. júlí
Maður sem á vini verður að vera vingjarnlegur (ensk þýðing). Oróskv. 18, 24 DL 206.1
Þegar var verið að ákvarða um tilhögun menntunar og uppeldis hins útvalda lýðs var það gert ljóst að lífið sem snýst um Guð er líf algjörleikans. Hverja þörf sem hann hefur lagt okkur í brjóst býðst hann til að seðja. Hvern hæfileika sem hann hefur gefið leitast hann við að þroska. DL 206.2
Guð sem er höfundur allrar fegurðar og elskar sjálfur allt það sem fagurt er vildi fullnægja ást barna sinn á fegurð. Hann sá fyrir öllum þeirra félagslegu þörfum, kom á þeim vinsamlegu og gagnlegu samböndum sem eiga svo ríkan þátt í því að þroska með okkur samúð og gera lífið bjart og indælt. 57 DL 206.3
Kristileg mannblendni er allt of lítið ræktuð meðal Guðs fólks... Með félagslegum samskiptum er stofnað til kynna og vináttu komið á sem leiðir til einingar hjartnanna og skapar andrúmsloft kærleikans sem er svo þóknanlegt Guði. 58 DL 206.4
Allir munu finna sér félaga. Áhrifin sem vinirnir munu hafa á hver annan til góðs eða ills verður í réttu hlutfalli við það hversu vináttan er sterk. Allir munu hafa félaga og munu hafa áhrif eða verða fyrir áhrifum. DL 206.5
Það er leyndardómsfullur hlekkur sem bindur mannleg hjörtu saman svo að tilfinningar, smekkur og meginreglur tveggja einstaklinga líkjast hvor hjá öðrum. Annar verður snortinn af hugarfari hins og líkir eftir háttum hans og látbragði. Eins og vaxið tekur á sig mynd innsiglisins svo tekur hugurinn við áhrifum sem leiða af samskiptum og félagsskap. Áhrifin kunna að vera ómeðvituð en eru eigi að síður máttug... Ef við viljum félaga sem óttast Drottin munu áhrif þeirra leiða okkur til sannleikans, til skyldunnar og heilagleikans. Líf sannkristins manns er máttur fyrir Guð. 59 DL 206.6
Sú hlýja sem felst í sannri vináttu ... er forsmekkur gleðinnar á himnum. 60 DL 206.7