Daglegt Líf
LÁTIÐ GESTI TAKA ÞÁTT Í TILBEIÐSLU FJÖLSKYLDUNNAR, 18. júlí
En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignalýður tilþess að þér skulið víðfrœgja dáðir hans sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. 1. Pet. 2, 9 DL 205.1
Í vissum skilningi er faðirinn prestur heimilisins sem leggur á fjölskyldualtarið kvöldog morgunfórn. En eiginkonan og börnin ættu að sameinast í bæn og taka þátt í lofgjörðarsöngnum. Áður en faðirinn fer að heiman á morgnana til daglegra starfa ætti hann að safna börnunum í kringum sig og beygja sig niður frammi fyrir Guði og fela þau í umsjón föður síns á himnum. Þegar áhyggjur dagsins eru á enda ætti fjölskyldan að safnast saman í því að flytja þakkarbæn og hefja lofsöng til þess að viðurkenna umhyggju Guðs yfir daginn... Látið það ekki bregðast að safna fjölskyldu ykkar saman um altari Guðs... 54 DL 205.2
Þegar þið leitist við að stuðla að þægindum og hamingju gesta sem þið bjóðið heim ættuð þið ekki að líta fram hjá skyldum okkar við Guð. Bænastundina ætti ekki að vanrækja af þessum sökum. Verið ekki svo lengi við samræður og gaman að þið verðið of þreytt til að njóta tilbeiðslustundarinnar. Að gera þetta er að faera Guði gallaða fórn. Snemma kvölds þegar við getum beðið í ró og næði og af skilningi ættum við að bera bænir okkar og beiðnir fram fyrir Guð og hefja upp lofsöng okkar. DL 205.3
Allir sem heimsækja kristna menn ættu að sjá að bænastundin er dýrmætust, helgust og gleðiríkust allra stunda dagsins. Þessar tilbeiðslustundir hafa göfgandi áhrif á alla sem taka þátt í þeim. Þær veita frið og ró sem gera okkur gott. 55 DL 205.4
Lampi sem logar stöðugt getur þótt lítill sé verið leið til að kveikja á mörgum öðrum lömpum... Dásamleg tækifæri bíða okkar ef við af trúmennsku notum þau tækifæri sem bjóðast á okkar eigin heimilum. Ef við vildum opna hjörtu okkar og heimili fyrir guðlegum meginreglum lífsins yrðum við sem farvegur lífgefandi máttar. Frá heimilum okkar mundi flæða læknandi kraftur sem veitti líf, fegurð og frjósemi þar sem núna er hrjóstugt og þurrt. 56 DL 205.5