Daglegt Líf

202/366

RÉTTLÆTIÐ AUÐGAR LÍFIÐ, 20. júlí

Sá sem ástundar réttlæti og kœrleika hann öðlast líf, réttlœti og heiður. Oróskv. 121 DL 207.1

Félagsleg samskipti eru í hæsta máta gagnleg og fræðandi þegar eldur kærleika til Guðs logar skært í brjóstum þeirra sem saman koma og þeir hittast til þess að skiptast á hugsunum varðandi Guðs orð eða íhuga aðferðir við að vinna að framgangi verks hans og gera samferðamönnunum gott. Þegar Heilagur andi er skoðaður sem velkominn gestur á slíkum samfundum, þegar ekkert er gert eða sagt til þess að særa hann, er Guð heiðraður og þeir sem hittast eru endurnærðir og styrktir... DL 207.2

Kristur fagnar þegar hugsanir hinna ungu snúast um hin göfugu efni hjálpræðisins. Hann gengur inn í hjörtu allra slíkra til þess að dveljast þar og fyllir þá fögnuði og friði... Þeir sem eiga þennan kærleika munu hafa yndi af því að tala um það sem Guð hefur búið þeim sem elska hann. 61 DL 207.3

Ungt fólk ætti ekki að halda að íþróttir þeirra, kvöldboð og tónlistarskemmtanir séu geðþekk Kristi eins og þetta fer vanalega fram. DL 207.4

Mér hefur verið sýnt það aftur og aftur að allir samfundir okkar ættu að einkennast af ákveðnum trúarlegum áhrifum. Ef unga fólkið á meðal okkar safnaðist saman til þess að lesa og leitaðist við að skilja Ritninguna og spyrði: “Hvað á ég að gera til þess að eignast eilíft líf?” og tæki síðan ákveðna afstöðu með sannleikanum mundi Drottinn veita blessun sinni inn í hjörtu þeirra .. DL 207.5

Orð Drottins til allra bæði ungra og gamalla, er þetta: Látið sannleika Guðs vera samofinn huga og sál. Bæn ykkar verði: “Ó, Drottinn, varðveit þú sál mína svo ég vanheiðri þig ekki.” 62 DL 207.6