Daglegt Líf
SYNGDU OG HEIMURINN SYNGUR MEÐ ÞÉR, 19. júní
Hann lagdi mér ný Ijóð í munn, lofsöng um Guð vorn. Margir sjá það og óttast og treysta Drottni. sálm. 40, 4 DL 176.1
Guð vill að við séum hamingjusöm. Hann þráir að leggja okkur ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn. Hann vill að við trúum að hann fyrirgefi syndir okkar og taki í burtu ranglæti okkar. Hann vill að við leikum honum í hjörtum okkar... DL 176.2
Látum hvert orð sem við segjum, hverja línu sem við skrifum vera þrungna uppörvun og óbifanlegri trú... Álíttu ekki, að Jesús sé einungis frelsari bróður þíns. Hann er þinn persónulegur frelsari. Ef þú elur þessa dýrmætu hugsun með þér munt þú ... leika Guði í sálu þinni. Það eru forréttindi okkar að hrósa sigri í Drottni. Það eru forréttindi okkar að leiða aðra til að sjá að eina von þeirra er í Guði, að flýja í skjól til hans. DL 176.3
Hver athöfn sem felur í sér helgun til Guðs veitir fögnuð því að meira ljós mun koma er við metum það ljós sem hann hefur gefið okkur. Við verðum... að opna hjartað fyrir björtum geislum réttlætissólarinnar. Það er frið að finna í fullkominni undirgefni... DL 176.4
Láttu frið Guðs ríkja í sálu þinni. Þá munt þú hafa styrk til að bera allar þjáningar og munt fagna yfir því að þú hefur náð til að standast. Lofsyngdu Drottni. Talaðu um gæsku hans, segðu frá krafti hans. Gerðu andrúmsloftið sem umlykur sál þína blítt... Lofsyngdu honum með hjarta, sálu og rödd; honum sem er lífið í svip þínum, frelsari þinn, Guð þinn. 62 DL 176.5
Tjáið lof og þökk í söng. Þegar okkar er freistað skulum við hefja upp þakkarsöng til Guðs í stað þess að láta tilfinningar okkar í ljós. Söngur er vopn sem við getum ávallt notað gegn kjarkleysi. Er við þannig opnum hjartað fyrir ljósi frelsarans, munum við hljóta... blessanir hans. 63 DL 176.6