Daglegt Líf

170/366

ÁSTRÍKI OG HUGSUNARSEMI A HEIMILINU, 18. júní

Ef vér elskum hver annan þá er Gud stöðugur i oss og kærleikur hans er fullkomnadur í oss. 1. Jóh. 4, 12 DL 175.1

Gerðu andrúmsloft heimilis þíns ilmandi af ljufri hugsunarsemi. 56 DL 175.2

Heimilið á að vera miðdepill hins hreinasta og göfugasta kærleika. A hverjum degi ætti með þolgæði að hlúa að friði, samræmi, kærleika og hamingju þar til þessi dýrmætu atriði búa í hjörtum þeirra sem mynda fjölskylduna. 57 DL 175.3

Ástæðan fyrir því að svo margir harðbrjósta menn og konur eru í heiminum í dag er sú að sannur kærleikur hefur verið skoðaður sem veikleiki og úr honum hefur verið dregið og haldið aftur af honum. Betri þáttunum í eðli þeirra sem þennan hóp skipa hefur verið umsnúið og það gjört dvergvaxið í bernsku og er hamingja slíkra grafin að eilífu nema geislar guðlegs ljóss geti brætt kulda þeirra og eigingirni. Ef við viljum hafaviðkvæm hjörtu eins og Jesú hafði þegar hann var hér á jörðunni og helgaða samhygð, eins og englarnir hafa til syndugra, dauðlegra manna verðum við að rækta hugarfar bernskuáranna sem er blátt áfram í sjálfu sér. 58 DL 175.4

Hrósið börnum ykkar hvenær sem þið getið. Gerið líf þeirra eins hamingjusamt og hægt er... Haldið jarðvegi hjartans lausum og mjúkum með því að sýna kærleika og ástúð og búa þau þannig undir sæði sannleikans... Drottinn veitir jörðinni ekki aðeins ský og regn, heldur og fallegt, skínandi sólskin er fær sæðið til að spíra og blómin að koma í ljós. 59 DL 175.5

Viðurkenning í augnaráði, hvatningarorð eða hrós mun vera eins og sólarljós í hjörtum þeirra og gera oft allan daginn bjartan. 60 DL 175.6

Hamingja eiginmanns og barna ætti að vera hverri konu og móður heilagri en hamingja allra annarra. 61 DL 175.7