Daglegt Líf

164/366

HALDIÐ ÁFRAM AF ÞOLGÆÐI AÐ GERA GOTT, 12. júní

Við skulum hlýða á niðurlagsorðið íþví öllu: Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gera. Préd. 12, 13 DL 169.1

Hann (Salómó) tjáir okkur sögu leitar sinnar eftir hamingju. Hann tók þátt í vitsmunalegum störfum. Hann fullnægði ást sinni til skemmtana. Hann kom í framkvæmd áætlunum sínum um verslun og viðskipti. Hann var umkringdur töfrandi ljóma hirðlífsins... DL 169.2

Salómó sat í fílabeinshásæti og þrepin upp að því voru úr skíru gulli en meðfram þeim voru sex gullljón. Augu hans hvíldu á velræktuðum görðum, sem voru rétt fyrir framan hann. Þessar flatir voru undurfagrar og var öllu þar komið fyrir sem mest í líkingu við garðinn Eden. Það hafði verið komið með fögur tré, runna og blóm af ýmsum tegundum frá öðrum löndum til að prýða þar. Alls konar fuglar með fögru fjaðraskrúði flögruðu af tré á tré og fylltu loftið söng sínum. Ungir þjónar skrautlega klæddir og skreyttir biðu þess að hlýða hinni minnstu skipun hans. Séð var fyrir skemmtun, hljómlist, íþróttum og leikjum með ærnum tilkostnaði honum til dægrastyttingar. DL 169.3

En allt þetta veitti ekki konunginum hamingju... Gjálífið hafði skilið eftir merki sitt á ásjónu konungsins sem einu sinni var fögur og gáfuleg. Hann var sorglega ólíkur Salómó eins og hann var í æsku. Andlit hans var hrukkótt af áhyggjum og óhamingju... Varir hans voru viðbúnar að mæla fram ávítur þegar hið minnsta var vikið frá óskum hans. DL 169.4

Farinn á taugum og útlifaður var hann talandi dæmi um afleiðingarnar þess að brjóta lögmál náttúrunnar. Hann játaði að hafa sóað lífinu og leitað hamingjunnar þar sem hana var ekki að fínna. 39 DL 169.5

Leiðin til sannrar hamingju er sú sama á öllum öldum. Ef haldið er áfram af þolinmæði að gera gott mun það leiða til heiðurs, hamingju og eilífs lífs. 40 DL 169.6