Daglegt Líf

163/366

VERIÐ GLAÐIR OG GJÖRIÐ GOTT, 11. júní

Ég komst að raun um að ekkert er betra... en að vera glaður og gjöra gott meðan œfin endist. (ensk þýð.) préd. 3, 12 DL 168.1

Ungmennin kunna að halda að þau finni hamingjuna með því að leita sinnar eigin ánægju en þeim mun aldrei veitast sönn hamingja meðan þau fylgja slíkri stefnu. Frelsarinn lifði ekki til að þóknast sjálfum sér. Við lesum um hann að hann gekk um og “gjörði gott.” Hann varði lífi sínu til kærleiksríkrar þjónustu, að hugga sorgmædda, hjálpa fátækum og lyfta upp niðurbeygðum. Hann átti ekkert heimili í þessum heimi, aðeins það sem vinir hans af vinsemd sáu honum fyrir sem vegfaranda. Samt var það eins og að vera á himnum að dvelja í návist hans. Á hverjum degi mætti hann freistingum og reynslum, samt hvorki brást hann né missti kjarkinn... Hann var ávallt þolinmóður og glaður og hinir hrjáðu heilsuðu honum sem sendiboða lífs, friðar og heilsu... DL 168.2

Hvílíkt undursamlegt fordæmi gaf Kristur okkur í lífsstarfi sínu. Hver af börnum hans lifa eins og hann gerði Guði til dýrðar? Hann er ljós heimsins og sá sem vinnur svo að vel takist fyrir meistarann verður að tendra kyndil sinn við það guðlega líf. DL 168.3

Kristur sagði við lærisveina sína: “Þér eruð salt jarðar. En ef saltið dofnar, með hverju á þá að selta það? Það er þá til einskis framar nýtt heldur er því kastað út og það fótum troðið af mönnum.” En hve við ættum þá að fylgja dæmi Krists vandlega. Við erum til einskis nýt nema við gerum það — salt sem tapað hefur bragði sinu. DL 168.4

Við getum fundið sanna hamingju með því einu að fylgja dæmi Krists. Þegar tekið er á móti honum mýkist hjartað og ásetningur þess breytist. 37 DL 168.5

Það að þjóna honum mun ekki setja á þig neinar hömlur sem munu draga úr hamingju þinni. Með því að verða við kröfum hans munt þú fínna frið, ánægju og fögnuð sem þú getur aldrei haft á vegi... syndar. 38 DL 168.6