Daglegt Líf

162/366

GULLNA REGLAN, 10. júní

Allt sem þér því viljið að aðrir menn geri yður það skulið þið og þeim gera því aö þetta er lögmálið og spámennirnir. Matt. 7, 12 DL 167.1

Frelsarinn kenndi þessa meginreglu (gullnu regluna) til þess að gera mannkynið hamingjusamt, ekki óhamingjusamt því að hamingjan getur ekki komið á neinn annan hátt. Guð þráir að menn og konur lifi hinu háleita lífi. Hann gefur þeim ekki gjöf lífsins til þess eins að gera þeim kleift að eignast auðæfí heldur til að ávaxta hina æðri hæfileika með því að vinna að því starfi, sem hann hefur falið mannkyninu — það starf að finna og bæta úr neyð náungans. Maðurinn ætti ekki að vinna að sínum eigin eigingjörnu áhugamálum heldur að velferð allra sem í kringum hann eru, að blessa aðra með áhrifum sínum og vingjarnlegum gjörðum. Í lífi Krists er gefið dæmi um þennan tilgang Guðs. 33 DL 167.2

Grípið hvert tækifæri til að stuðla að hamingju samferðamannanna, auðsýna þeim kærleika þinn. Margri einmana sál, sem er að berjast áfram mundi vingjarnleg orð, samúðarfullt tillit og þakkarorð vera eins og þyrstum manni bolli af köldu vatni. Glaðlegt orð eða vingjarnlega athöfn munu fara langt í því að létta byrðar þær, sem hvíla svo þungt á lúnum herðum. Sanna hamingju er að finna í óeigingjarnri þjónustu. Og hvert slíkt orð og athöfn er skrásett í bækur himins eins og væri það gert Kristi... Lifið í ljósi kærleika Krists. Þá munu áhrif ykkar vera heiminum til blessunar. 34 DL 167.3

Andi óeigingjarns starfs fyrir aðra gefur skapgerðinni dýpt, festu og kristilega fegurð og veitir þeim sem hann á frið og hamingju. 35 DL 167.4

Hver skylda sem framkvæmd er og hver fórn sem færð er í nafni Jesú veitir afarmikil laun. Guð talar í sjálfu skylduverkinu og veitir blessun sína. 36 DL 167.5