Daglegt Líf
JÚNÍ—HAMINGJUSAMT LÍF
MINNSTU SKAPARA ÞÍNS í ÆSKU ÞINNI, 1. júní
Og mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast er þú segir um: mér líka þau ekki. Préd. 12,1 DL 158.1
Ég vildi að ég gæti dregið upp mynd af fegurð hins kristna lífs. Hinn kristni hefur göngu sína á morgni lífsins undir stjórn laga Guðs og náttúrunnar og stígur stöðugt fram í við og upp á við og færist með hverjum degi nær hinu himneska heimkynni þar sem kóróna lífsins bíður hans og nýtt nafn sem “enginn þekkir nema sá sem við tekur.” Hann verður stöðugt hamingjusamari, helgari og nytsamari. Framfarir hvers árs verða meiri en fyrra árs. DL 158.2
Guð hefur gefið æskunni stiga til að klífa, stiga sem nær frá jörðu til himna. Guð er við efri enda stigans og á hvert þrep falla bjartir geislar dýrðar hans. Hann fylgist með þeim sem eru að klífa og er jafnan til taks að hjálpa skyldi takið linast eða einhverjum skrika fótur. Já, segið það með gleði í bragði að enginn sem er staðfastur við að klífa stigann mun verða af því að ganga inn í hina himnesku borg. 1 DL 158.3
Englar Guðs sem ganga upp og niður stigann sem Jakob sá í sýninni munu hjálpa hverri sál sem vill til að klífa allt til himins. Þeir vernda fólk Guðs og gæta að hvernig hvert skref er tekið. Þeir sem klífa hinn bjarta veg munu laun hljóta. Þeir munu ganga inn til fagnaðar herra sins. 2 DL 158.4
Guðrækni strax snemma á ævinni tryggir þeim sem hana iðka að geta notið alls þess, sem gerir lífíð hamingjusamt... Þeir sem bíða með að leita Guðs þar til lífsleiðin er nær á enda verða af lífi hreinnar og göfugrar hamingju — hamingju sem þeim hlotnast aldrei við að leita skemmtana þeirra sem þetta líf hefur upp á að bjóða. Þeir sem hafa þekkt Guð lengi, sem frá æsku hafa fengið hamingju sína úr hinni hreinu lind himins, eru undir það búnir að bindast fjölskyldu Guðs. 3 DL 158.5